Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1996, Page 90

Andvari - 01.01.1996, Page 90
88 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON ANDVARI Og eg skal þá byrja á því, að lífið er í mínum augum mikilvægast og dýrmætast af öllu. Ekki að sjálfsögðu lífið í þessum líkama okkar, heldur alt það líf, sem vér lifum og eigum fyrir höndum að lifa. Eg lít svo á, sem öll list í bókmentunum eigi að vera í þjónustu þess. Öll list, sem stefnir að því að gera það öflugra, hvort heldur það er með gleði eða fegurð eða góðleik, er dýrmæt. Vanti þetta alt, vekur það enga samúð hjá mér, jafnvel þótt um ómótmælanlega snilli sé að tefla. [-] Og eg er sannfærður um það, að fagurt form er göfgandi fyrir mannssálirnar. En eg fæ ekki skilið, hvernig hjá því verður komist að meta efnið, hugsanirnar mest. Jafnvel þeir menn, sem mest gera úr forminu, telja listina eiga sitt takmark algerlega í sjálfri sér, og að henni komi þarfir lífsins ekkert við, þeir leggja aðaláherzluna á hugsanirnar, hugarstefnuna, þeg- ar þeir fara að meta gildi bókmentanna frá liðnum tímum. Það eru hugsanirnar, sem hafa valdið straumhvörfum og ráðið framþróun mannlífsins. [-] Og eg er sannfærður um, að mennirnir séu þess verðir, að þeim sé hjálpað. Það er sannfæring mín, að mennirnir séu góðir, ef nógu djúpt sé eftir grafist. Eins og heyra má hljómar hér bergmál af þeim boðskap Taines og Zolas, sem Brandes flutti Norðurlandamönnum, að skáldin ættu í verkum sínum að gerast læknar mannfélagsmeina. Loks getum við sagt að á öllum sínum langa höfundarferli sé Einar im- pressionisti í stíl sínum. Brögð hans miða að því að ýta höfundinum og sjónarmiðum hans út en leggja áherslu á áhrif umhverfisins. Þessi stíll forð- ast skarpa drætti hinna hvössu útlína en dregur líkt og gagnsæja slæðu yfir sviðið. I því skyni nota höfundar impressionismans mjög óeiginlegar líking- ar. í stað þess að sögumaður troði fram og fullyrði: - Hann varð hræddur - skýra þeir aðeins frá því sem hver og einn má sjá: - Það var eins og hann yrði hræddur. Sömu mýkt útlínanna kalla fram ýmis óákveðniorð eins og nokkuð, eitthvað, töluvert. „Og einhver töluverður hluti af bæjarmönnurn heldur, að þú hafir drepið mann,“ segir Sölvi gamli við son sinn Eggert rit- stjóra í Sálin vakncir. Aþekk áhrif hefur það stílbragð Einars, sem hann var hvað frægastur fyrir, úrdrátturinn. I stað þess að segja: - Þetta er sennilegt, sagði hann: - Þetta er ekki ósennilegt. Eitt einkenni impressionista er dá- læti þeirra á blöndun lita. Gott dæmi þess höfum við í upphafskafla Gulls'. A björtum sumardegi, eins og þeim sem nú skal sagt frá, er alt blátt, öll hin mikla umgjörð Reykjavíkur blá, himininn blár, hafið blátt, fjöllin blá - alt hjúpað blárri töfraskikkju - ekki einlitri samt - skikkju með óteljandi litbrigðum, alt frá dökk- bláma suðurfjallanna, sem stundum er nærri því sorti, upp í ljósbláma lognrákanna, sem er nærri því hvítur - alt blátt, blátt, yndislega og undarlega blátt. V Sem rithöfundur iðkaði Einar H. Kvaran allar þrjár klassískar greinar bók- mennta: ljóðlist, sagnalist og leikritun. Raunsæisstefnan með öndverðum kröfum sínum um hlutlægni og tilgang
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.