Andvari - 01.01.1996, Síða 98
96
SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON
ANDVARI
urður mat ágreining þeirra réttilega í fyrstu grein sinni er hann sagði:
„Sannleikurinn er sá, að hér er miklu fremur að ræða um ágreining tveggja
kynslóða en tveggja manna.“ Þetta eru orð að sönnu. í þessari ritdeilu
varði aldinn rithöfundur margar göfugustu hugsjónir nítjándu aldar fyrir
gagnrýni einhvers gáfaðasta og menntaðasta fulltrúa hinnar tuttugustu.
Sigurður taldi að fyrirgefningunni hlytu ávallt að verða þau takmörk sett
að við gætum ekki fyrirgefið öðrum það sem við myndum ekki fyrirgefa
okkur sjálfum. Hann bætti við: „Og þegar fyrirgefningin er orðin almenn
krafa, getur hún lfka orðið illkynjað mein.“ Sigurður snerist líka öndverður
gegn einhyggju Einars og hugmyndinni um guð í syndinni og þar með hinu
illa. Hann sagði: „Mér er tamast að hugsa mér guð sem unga hetju, sem
berst blóðugur og vígamóður, en ljómandi af von og þrótti, við dreka hins
illa. Hann er ljósgeislinn, sem klýfur myrkrin, en megnar ekki að útrýma
þeim.“
Einar varði viðhorf sín af ótrúlegri andlegri vígfimi svo aldurhniginn sem
hann var. Um afstöðu sína til einhyggju og tvíhyggju sagði hann:
Annaðhvort verðum vér að vera einveldismenn eða tvíveldismenn í hugmyndum vor-
um um tilveruna. Annaðhvort verðum vér að ætla, að frumaflið, það vitsmunaafl,
sem drotnar í tilverunni, sé eitt - það vitsmunaafl, sem vér nefnum guð - eða að
frumöflin séu tvö, annað gott og hitt ilt, og að eðli þeirra sé svo háttað, að þau geti
aldrei runnið saman, en hljóti að heyja stöðuga og eilífa baráttu hvort við annað.
Eg er einveldismaður í þessum skilningi. Eg get ekki með nokkuru móti hugsað
mér tilveruna annan veg en sem eining, heild. Eg held, að sú þrá mannsandans, að
það góða vinni sigur, sé ekki gripin úr lausu lofti, heldur eigi hún rætur í því allra-
dýpsta í tilveru vorri. En það er bersýnilegt, að séu frumöflin tvö, þá getum vér enga
trygging haft þess, að annað þeirra verði nokkru sinni máttugra en hitt. Mér finst
líka, að alt, sem vér vitum um mannlífið, bendi í þessa átt. Vér finnum aldrei það illa
„hreinræktað", einangrað frá öllu góðu.
Ekki varði hann síður fyrirgefningarkröfu sína, taldi hana grundvallar siða-
skoðun kristinnar trúar og sagði m. a.:
Pað uppeldi, sem stefnir burt frá frelsinu, skilningnum, mannúðinni, fyrirgefningar-
hugsjóninni, hefir öld fram af öld verið mannkynsins mesta bölvun. Hámarkið af ár-
angri þess fengu menn í veraldarófriðnum mikla.
Þó að ómögulegt sé að segja að annar bæri sigurorð af hinum í þessari
deilu má með miklum rétti halda því fram að með henni lyki óskoruðu
andlegu veldi Einars H. Kvarans á íslandi. Brátt tók annar höfundur að
hringja þeirri íslandsklukku sem allir lögðu eyru við. Við tóku aðrar kyn-
slóðir með önnur lífsviðhorf og annað gildismat.
Hafði hann þá til einskis lifað, til einskis knúð klukku sína, til einskis
samið skáldskap til hjálpar mönnunum, til lækningar meinanna, til varnar
því sem hann taldi hið góða, fagra og sanna?