Andvari - 01.01.1996, Page 116
114
JÓN KARL HELGASON
ANDVARI
eða hefð. Slík hefð á sér ekki ákveðið upphaf né skýran endi heldur þróast
hún í meðförum hóps íslenskra fræðimanna á fyrri hluta aldarinnar í takti
við tímann og í togstreitu við viðurkenndar hugmyndir almennings um sög-
urnar. Ef tengja á útgáfustarf Halldórs Laxness við þessa hefð er nauðsyn-
legt að gera sér grein fyrir hvar kenning íslenska skólans var á vegi stödd
árið 1941 þegar tilkynnt var um væntanlega útgáfu Halldórs á Laxdœla
sögu. Nærtækasti vitnisburðurinn um það er rit Sigurðar Nordals um
Hrafnkötlu sem út kom árið 1940. Þar fullyrti Sigurður, eins og frægt er, að
Hrafnkels saga væri skáldskapur frá rótum, með „öll einkenni ágætrar
skáldsögu“.12
II
Jón Hnefill segir í grein sinni hæpið að telja Hrafnkötlu tímamótaverk ís-
lenska skólans því að þar sé „um einstaka rannsókn að ræða, sem [Sigurður
Nordal] varar við að draga af almennar ályktanir14.13 Vissulega leggur Sig-
urður áherslu á að niðurstaðan varðandi Hrafnkels sögu eigi ekki sjálfkrafa
við um aðrar íslendingasögur - rannsaka beri hverja sögu „sem gaumgæfi-
legast út af fyrir sig“ (s. 70). Aftur á móti ræðir hann á lokasíðum bókar-
innar almennt um kenningar íslenska skólans, metur árangur undanfarinna
áratuga og leggur drög að óformlegri stefnuskrá fyrir þau ár sem í hönd
fari. Sigurður segir þar meðal annars:
Þær rannsóknir á efni Islendinga sagna, sem í raun og veru hefjast með ritgerð Kon-
ráðs Maurers um Hænsa-Þóris sögu, var haldið áfram í svipuðum anda af Birni M.
Olsen (einkum í ritgerð hans um Gunnlaugs sögu), en nú er loks reynt að þoka áleið-
is í samfellu í sambandi við útgáfur Hins íslenzka Fornritafélags, - hafa jafnan siglt
milli skers og báru. Á báðar hendur hafa verið skoðanir manna, sem vildu leysa við-
fangsefnið á einfaldara hátt. Annars vegar hefur verið rótgróin trú á traustleik og
ágæti munnmælanna, hins vegar, einkum í seinni tíð, afneitun þess möguleika, að
munnmæli geti varðveitt nokkurt sögulegt efni í tvær til þrjár aldir. (s. 77)
Sigurður segir að í formálum fyrir útgáfum íslenzkra fornrita hafi verið
„tekið miklu meira tillit til hinna gömlu skoðana á sögunum, - skoðana al-
mennings á Islandi og þeirra fræðimanna, sem leggja megináherzlu á arf-
sagnirnar, - heldur en sjónarmiðs hinna „krítisku“ sagnfræðinga“ (s. 78).
Sigurður virðist ekki alveg sáttur við þessa stefnu; annars vegar hafi útgef-
endur gert of mikið úr sagnfræði og þætti munnmæla í efni íslendinga-
sagna, hins vegar hafi „hlutfallslega verið allt of mikið af fornfræði í þess-
um útgáfum“ (s. 78). Hann skýrir þessa áherslu að nokkru leyti með vísan
til bakgrunns og menntunar útgefendanna en þarna hafi markaðssjónarmið
einnig komið til greina: „Útgáfurnar eru fyrst og fremst gerðar handa ís-