Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1996, Page 123

Andvari - 01.01.1996, Page 123
ANDVARI HALLDÓR LAXNESS OG ÍSLENSKI SKÓLINN 121 stuðst var við í flestum öðrum útgáfum.35 Við sama tækifæri gaf Halldór þó einnig í skyn að Sigurður væri „fyrir hagkvæmnisakir sjálfur horfinn frá þessu kerfi sínu“ (s. 243)! Að auki mætti ræða ítarlega hvernig þau hörðu viðbrögð sem útgáfu- áform Halldórs vöktu á Alþingi voru nátengd viðamiklum deilum Jónasar Jónssonar frá Hriflu við kommúnista og listamenn á þessum tíma, og snertu meðal annars úthlutun listamannalauna.36 Þær deilur höfðu örugg- lega áhrif á að Halldór bað listmálarana Gunnlaug Ó. Scheving og Þorvald Skúlason, ásamt Snorra Arinbjarnar, um að myndskreyta Brennunjálssögu. Verk eftir Gunnlaug og Þorvald voru meðal þeirra sem Jónas sýndi á frægri myndlistarsýningu í Alþingishúsinu árið 1942 og kallaði úrkynjaða list.37 Ekki var nóg með að Halldór kæmi á stefnumóti milli þessara „úrkynjuðu“ listamanna og höfundar Njálu í útgáfu sinni, heldur staðhæfði hann í eftir- mála sínum að sumar myndanna í útgáfunni ættu eftir að standa um aldur listræn afrek, jafnvirð hinum ódauðlega texta sem þau voru sköpuð til að þjóna. Myndum þessum [. . .] munu íslenzkir æskumenn venjast, og læra að unna þeim um leið og hin gamla bók, nýjust allra bóka, er lesin, og þær munu geym- ast til efri ára í hugum þeirra kærar minningar, óaðskiljanlegar minningu sögunnar sjálfrar.38 Málsgreinar á borð við þessa leiða hugann að nýju að umræðu þeirra Ástráðs Eysteinssonar og Harolds Bloom, sem ég vitnaði til í upphafi, um „óttann við áhrif“, samband rithöfunda við andlega fyrirrennara sína. Sjálfstæðisbarátta margra framsækinna íslenskra listamanna um mið- bik aldarinnar birtist einmitt í skapandi átökum við ægivald fornsagn- anna.39 Ástráður lítur svo á að í Gerplu hafi „Halldór Laxness þýtt frjálslega, þ.e.a.s. endursamið, ’leiðrétt’ og ’feðrað’ ekki bara Fóstbræðrasögu heldur einnig verk eftir hinn stóra höfundinn í bókmenntasögu okkar, Olafs sögu helga eftir Snorra Sturluson“.40 Sú glíma samræmist helst því stigi óttans við áhrif „þar sem stefnt er að persónulegum and-mikilleika, sem svari við mikilfengleik fyrirrennarans“, svo vitnað sé til lýsingar Blooms.41 Útgáfu- starf Halldórs á fimmta áratugnum fellur hins vegar betur að vægara stigi óttans við áhrif þar sem skáldið „fullkomnar“ verk fyrirrennara síns; „varð- veitir inntak þess en gefur því aðra merkingu, líkt og fyrirrennarinn hafi ekki gengið nógu langt“ (s. 14). Samkvæmt þeirri hugmynd er fyrirrenn- arinn sem Halldór glímdi við á þessu tímabili höfundarferils síns sá langi ættleggur lærðra og leikra sem haldinn var þeim „misskilningi“, svo vitnað sé í Halldór, „að Brennunjálssaga væri sagnfræðirit“. Það mætti þó allt eins velta vöngum yfir því hvort fyrirrennararnir á þessu sviði hafi í raun verið hinir svonefndu meðlimir íslenska skólans sem höfðu fram að 1940 verið of
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.