Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1996, Side 129

Andvari - 01.01.1996, Side 129
ANDVARI „AÐ HUGSA ER AÐ BERA SAMAN' 127 ember 1958 til mars 1959. „Á hinn bóginn fargaði hann á síðustu árum ævi sinnar öllum öðrum handritum sínum, er þetta efni vörðuðu, svo að Frag- menta ultima er nú eitt til vitnis um það efni, sem annað bindi íslenzkrar menningar átti að geyma.“ Jóhannes telur að Sigurður hafi ritað þættina sem mynda Fragmenta upp úr fyrri drögum; þó eru þeir engan veginn neitt hreinrit og reyndust þarfnast talsverðrar ritstjórnar til þess að sóma sér vel í útgáfu.5 Það er ekki ætlun mín að reyna að ráða í hvað hafi staðið í þeim drögum að íslenskri menningu II sem Sigurður fargaði, þaðan af síður hvers vegna hann fargaði þeim og skildi okkur ekki meira eða heildstæðara efni eftir. Um það getur hver lesandi giskað fyrir sig. Hins vegar ætla ég að skoða lít- illega hvað einkum er að finna nýtt og nýstárlegt í Fragmenta ultima. En áður en kemur að því rifja ég í stuttu máli upp nokkur helstu höfundarein- kenni Sigurðar sem sagnfræðings, einkenni sem birtast skýrar í fyrsta bindi Islenskrar menningar en í Fragmenta ultima, og sýti ekki þótt mál mitt skarist svolítið við tólf ára gamla grein mína um þetta efni.6 Hér ræði ég sumt sem þar er aðeins drepið á og drep á annað sem þar er rætt. Að hugsa og bera saman Fyrirsögn greinarinnar er tekin að láni úr Fragmenta ultima. Sigurður hafði þessi orð um landnema íslands sem höfðu sýn af menningu fólks í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og frá eyjunum vestan hafs og írlandi, og gátu auðgað eigin menningu með samanburði þeirra kynna:7 Ég leyfi mér að færa hugs- unina upp á Sigurð sjálfan og afstöðu hans til fræða sinna, annars vegar vegna þess að honum var jafnan hugleiknari nauðsyn þess að hugsa en að vita, hins vegar vegna þess að hugsun hans um sögu var ævinlega saman- burður sögutíma og hans eigin tíma. Þó að Sigurður væri allra manna djarf- astur að freista þess að lifa sig inn í forna tíma, þá færði hann afrakstur inn- lifunar sinnar jafnóðum inn í samtíð sína og bjó þar að honum með lesend- um sínum. Afstaða Nordals til þekkingar og hugsunar verður varla tjáð betur en með þekktri staðhæfingu hans í forspjalli að íslenskri menningu:8 „íslend- ingar vita of mikið um sögu sína í hlutfalli við það, sem þeir skilja“ Veru- legur hluti forspjallsins er raunar mælskur málflutningur fyrir skilningi og hugsun í sögu, gegn hugsunarlausum lærdómi og kunnáttu, og hann stend- ur í fullu gildi eftir að það er gleymt hverjum Sigurður kann að hafa verið að senda tóninn á sínum tíma. Eftirfarandi orð eru til dæmis eins og gripin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.