Andvari - 01.01.1996, Síða 129
ANDVARI
„AÐ HUGSA ER AÐ BERA SAMAN'
127
ember 1958 til mars 1959. „Á hinn bóginn fargaði hann á síðustu árum ævi
sinnar öllum öðrum handritum sínum, er þetta efni vörðuðu, svo að Frag-
menta ultima er nú eitt til vitnis um það efni, sem annað bindi íslenzkrar
menningar átti að geyma.“ Jóhannes telur að Sigurður hafi ritað þættina
sem mynda Fragmenta upp úr fyrri drögum; þó eru þeir engan veginn neitt
hreinrit og reyndust þarfnast talsverðrar ritstjórnar til þess að sóma sér vel
í útgáfu.5
Það er ekki ætlun mín að reyna að ráða í hvað hafi staðið í þeim drögum
að íslenskri menningu II sem Sigurður fargaði, þaðan af síður hvers vegna
hann fargaði þeim og skildi okkur ekki meira eða heildstæðara efni eftir.
Um það getur hver lesandi giskað fyrir sig. Hins vegar ætla ég að skoða lít-
illega hvað einkum er að finna nýtt og nýstárlegt í Fragmenta ultima. En
áður en kemur að því rifja ég í stuttu máli upp nokkur helstu höfundarein-
kenni Sigurðar sem sagnfræðings, einkenni sem birtast skýrar í fyrsta bindi
Islenskrar menningar en í Fragmenta ultima, og sýti ekki þótt mál mitt
skarist svolítið við tólf ára gamla grein mína um þetta efni.6 Hér ræði ég
sumt sem þar er aðeins drepið á og drep á annað sem þar er rætt.
Að hugsa og bera saman
Fyrirsögn greinarinnar er tekin að láni úr Fragmenta ultima. Sigurður hafði
þessi orð um landnema íslands sem höfðu sýn af menningu fólks í Noregi,
Svíþjóð, Danmörku og frá eyjunum vestan hafs og írlandi, og gátu auðgað
eigin menningu með samanburði þeirra kynna:7 Ég leyfi mér að færa hugs-
unina upp á Sigurð sjálfan og afstöðu hans til fræða sinna, annars vegar
vegna þess að honum var jafnan hugleiknari nauðsyn þess að hugsa en að
vita, hins vegar vegna þess að hugsun hans um sögu var ævinlega saman-
burður sögutíma og hans eigin tíma. Þó að Sigurður væri allra manna djarf-
astur að freista þess að lifa sig inn í forna tíma, þá færði hann afrakstur inn-
lifunar sinnar jafnóðum inn í samtíð sína og bjó þar að honum með lesend-
um sínum.
Afstaða Nordals til þekkingar og hugsunar verður varla tjáð betur en
með þekktri staðhæfingu hans í forspjalli að íslenskri menningu:8 „íslend-
ingar vita of mikið um sögu sína í hlutfalli við það, sem þeir skilja“ Veru-
legur hluti forspjallsins er raunar mælskur málflutningur fyrir skilningi og
hugsun í sögu, gegn hugsunarlausum lærdómi og kunnáttu, og hann stend-
ur í fullu gildi eftir að það er gleymt hverjum Sigurður kann að hafa verið
að senda tóninn á sínum tíma. Eftirfarandi orð eru til dæmis eins og gripin