Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1996, Síða 137

Andvari - 01.01.1996, Síða 137
ANDVARI „AÐ HUGSA ER AÐ BERA SAMAN" 135 frjálsum vilja og héldu sig vera að kjósa frelsi. Þeir námu stórt og blómlegt land og áttu þar að auki skip, hvort sem var til að vitja gamla landsins eða taka þátt í víkingaferðum í öðrum löndum. Um 1100 áttu þeir ekkert eftir annað en landið, fullbyggt og þverrandi að landkostum. Víkingaleiðir voru lokaðar og landsmenn æ meira háðir útlendum skipakosti til að komast ut- an. Það er ekki einangrunin og fátæktin sjálf sem gerir íslendinga að mikl- um sögumönnum, að mati Sigurðar, heldur umskiptin frá gnægð tækifæra til íslensks fásinnis. Eg er sannfærður um að þessi hugmynd á eftir að lifa meðan menn velta fyrir sér skýringum á fornbókmenntum Islendinga. En Sigurður hefur þó ekki þóst vera kominn nógu langt. í framhaldinu freistar hann þess að þoka vonsvikakenningu sinni lengra og leita að pólitískum og efnahagsleg- um jarðvegi sagnanna í íslensku miðaldasamfélagi. Hann byrjar á að leita að þeim sem höfðu sérstaka ástæðu til að vera óánægðir. Uppgangur ein- stakra höfðingja á 12. og 13. öld gat aðeins orðið á kostnað annarra: „Einn höfðingi eða ein ætt gat ekki eignazt fleiri goðorð, nema aðrir höfðingjar eða aðrar ættir, sem áttu til jafngöfugra forfeðra að telja, misstu mannafor- ráð sín . . .“ Sjálfseignarbændur misstu líka jarðir sínar og urðu leiguliðar, þegar aðrir tóku að safna jarðeignum. En einkum höfðu fátækir og ófrjálsir prestar í þjónustu ríkra kirkjueigenda ástæðu til þess að vera óánægðir.35 Hér leggur Sigurður niður penna sinn 25. janúar 1959, og ég ímynda mér að hann hafi ekki verið alls kostar ánægður með hvert hann var kominn með rætur sagnaritunarinnar. í næsta og síðasta kafla Fragmenta, þremur vikum seinna, fer hann aftur miklu víðar. Nú bendir hann á að fátækt sé ekki einhlít til afreka; „ekki verða allir biskupar, sem barðir eru.“ Hann talar um samspil Auðs og Eklu, ber saman alþýðubókmenntir íslendinga og það sem hann kallar þjónustubókmenntir Norðmanna við ríki og kirkju (lög, guðsorð og Konungsskuggsjá). Svo snýr hann sér enn að efnahags- grunninum og segist ætla að athuga nánar hagfræðilegar ástæður sagna- ritunarinnar.36 En nú verður niðurstaðan ekki sú að sagnaritun spretti af óánægju með efnahag heldur nánast öfugt:37 Því var lengi svo háttað, að rithöfundar áttu afkomu sína undir ríkismönnum, sem tóku þá undir verndarvæng sinn (patrónar), og má reyndar segja, að hirðskáldin séu dæmi þessa. . . . En hér á landi gerðist það, sem var fágætara erlendis, að ríkismenn- irnir voru sjálfir rithöfundar og gátu svo verið sínir eigin patrónar. Er ómetanlegt, hvern þátt þetta átti í hinum tígulega svip og frjálsa anda bókmenntanna. Svo minnist hann svolítið á vöxt og viðgang biskupsstóla og klaustra og endar Fragmenta ultima á bernskuslóðum sínum norður í Húnaþingi:3x „Elzta klaustrið, að Þingeyrum, kemur líka mjög við sögu bókmenntanna á ólguskeiði fornsagnanna.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.