Andvari - 01.01.1996, Qupperneq 137
ANDVARI
„AÐ HUGSA ER AÐ BERA SAMAN"
135
frjálsum vilja og héldu sig vera að kjósa frelsi. Þeir námu stórt og blómlegt
land og áttu þar að auki skip, hvort sem var til að vitja gamla landsins eða
taka þátt í víkingaferðum í öðrum löndum. Um 1100 áttu þeir ekkert eftir
annað en landið, fullbyggt og þverrandi að landkostum. Víkingaleiðir voru
lokaðar og landsmenn æ meira háðir útlendum skipakosti til að komast ut-
an. Það er ekki einangrunin og fátæktin sjálf sem gerir íslendinga að mikl-
um sögumönnum, að mati Sigurðar, heldur umskiptin frá gnægð tækifæra
til íslensks fásinnis.
Eg er sannfærður um að þessi hugmynd á eftir að lifa meðan menn velta
fyrir sér skýringum á fornbókmenntum Islendinga. En Sigurður hefur þó
ekki þóst vera kominn nógu langt. í framhaldinu freistar hann þess að
þoka vonsvikakenningu sinni lengra og leita að pólitískum og efnahagsleg-
um jarðvegi sagnanna í íslensku miðaldasamfélagi. Hann byrjar á að leita
að þeim sem höfðu sérstaka ástæðu til að vera óánægðir. Uppgangur ein-
stakra höfðingja á 12. og 13. öld gat aðeins orðið á kostnað annarra: „Einn
höfðingi eða ein ætt gat ekki eignazt fleiri goðorð, nema aðrir höfðingjar
eða aðrar ættir, sem áttu til jafngöfugra forfeðra að telja, misstu mannafor-
ráð sín . . .“ Sjálfseignarbændur misstu líka jarðir sínar og urðu leiguliðar,
þegar aðrir tóku að safna jarðeignum. En einkum höfðu fátækir og ófrjálsir
prestar í þjónustu ríkra kirkjueigenda ástæðu til þess að vera óánægðir.35
Hér leggur Sigurður niður penna sinn 25. janúar 1959, og ég ímynda mér
að hann hafi ekki verið alls kostar ánægður með hvert hann var kominn
með rætur sagnaritunarinnar. í næsta og síðasta kafla Fragmenta, þremur
vikum seinna, fer hann aftur miklu víðar. Nú bendir hann á að fátækt sé
ekki einhlít til afreka; „ekki verða allir biskupar, sem barðir eru.“ Hann
talar um samspil Auðs og Eklu, ber saman alþýðubókmenntir íslendinga
og það sem hann kallar þjónustubókmenntir Norðmanna við ríki og kirkju
(lög, guðsorð og Konungsskuggsjá). Svo snýr hann sér enn að efnahags-
grunninum og segist ætla að athuga nánar hagfræðilegar ástæður sagna-
ritunarinnar.36 En nú verður niðurstaðan ekki sú að sagnaritun spretti af
óánægju með efnahag heldur nánast öfugt:37
Því var lengi svo háttað, að rithöfundar áttu afkomu sína undir ríkismönnum, sem
tóku þá undir verndarvæng sinn (patrónar), og má reyndar segja, að hirðskáldin séu
dæmi þessa. . . . En hér á landi gerðist það, sem var fágætara erlendis, að ríkismenn-
irnir voru sjálfir rithöfundar og gátu svo verið sínir eigin patrónar. Er ómetanlegt,
hvern þátt þetta átti í hinum tígulega svip og frjálsa anda bókmenntanna.
Svo minnist hann svolítið á vöxt og viðgang biskupsstóla og klaustra og
endar Fragmenta ultima á bernskuslóðum sínum norður í Húnaþingi:3x
„Elzta klaustrið, að Þingeyrum, kemur líka mjög við sögu bókmenntanna á
ólguskeiði fornsagnanna.“