Andvari - 01.01.1996, Page 152
150
EIRÍKUR GUÐMUNDSSON
ANDVARI
skáldsögum D. A. F. de Sade, sem samkvæmt Georges Bataille varð fyrstur
vestrænna höfunda til að lýsa óstjórnlegri þrá í vitsmunalegri orðræðu,
heldur færð upp á yfirborðið í hinum sprellfjöruga leik tungumálsins og
svipt þeirri alvöru og þeim þunga sem einkennir orðræðu um myrkari öfl
mannssálarinnar.8 Þessi leikur grefur á vissan hátt undan hvers kyns túlk-
unartilraunum. Öfugt við tungumál Hraunfólksins, þar sem gerð er tilraun
til að þurrka út mörk milli lands og texta, leggst tungumál Dyranna þröngu
upp að söguheiminum með framandi líkingum og myndhvörfum þannig að
„gjá“ myndast milli texta og heims; orðin berast til lesandans „einsog eftir
margra kílómetra langa ferð eftir ójöfnum vegi“ (160): „Skellurnar á hús-
inu voru þvílíkar að ég nenni ekki að myndast við að búa til líkingu um
þær, ég ætla þess í stað að grípa fram í fyrir sjálfri mér og segja þér frá
trénu nokkru áður en kemur að því“ (143). Óvitrænir og nánast guðbergsk-
ir afórismar um ástina og líkamann gera tilkall til þess að standa einir og
sér ekki síst vegna þess að sagan virðist skrifuð ánægjunnar einnar vegna;
kenndar sem ef til vill er ekki svo fjarri þeirri nautn sem Sade upplifði í
Bastillunni fyrir tvöhundruð árum. Sagan brýst þannig undan oki þeirrar
alvöru sem einkennir flestar íslenskar skáldsögur með því að bjóða upp á
Ieik og óvit bernskunnar; órjúfanleg tengsl við fjaðurmagnaða nútíð sem
stendur handan Sögunnar um leið og hún bregst við og skrumskælir okkar
eigin hugmyndaheim. I heimi hennar er þráin vopn gegn ofbeldi tímans og
um leið það afl sem þvingar okkur til að lifa í nútíðinni; þeirri nútíð sem
einkennir bæði Einu sinni sögur Kristínar og Dyrnar þröngu þótt sagan sé
skrifuð í þátíð ferðasögunnar. Ólíkt sögum Böðvars og Björns - sem birta á
vissan hátt „hraunstorknaðan“ mannskilning - reynir Kristín í sögu sinni
að brjótast út fyrir mannhverfa hugsun með því að þenja út eigindir hinnar
þrásæknu sjálfsveru og segja skilið við manninn sem fyrirframgefna stærð;
stærð sem lýtur lögmálum þeirrar orðræðu sem bjó hann til fyrir um það bil
tvöhundruð árum. Með því að þurrka út skilin milli lífs og dauða, milli
veruleika og fantasíu, andæfir sagan „þreyttum hugsunarhætti“; skapar nýtt
rými og tímalaust sem býður upp á áður óþekktan unað sem þó er tómleik-
anum merktur.
IV. Ég er án takmarka
Kristján Kristjánsson: Ár bréfberans
Persónur sem telja sig hafa stigið yfir ákveðin mörk eru algengar í skáld-
skap; persónur sem fullvissa sig um að þær geti í krafti óaðgengilegrar og
dularfullrar þekkingar eða óviðjafnanlegrar lífreynslu hafið sig yfir aðra