Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1996, Síða 152

Andvari - 01.01.1996, Síða 152
150 EIRÍKUR GUÐMUNDSSON ANDVARI skáldsögum D. A. F. de Sade, sem samkvæmt Georges Bataille varð fyrstur vestrænna höfunda til að lýsa óstjórnlegri þrá í vitsmunalegri orðræðu, heldur færð upp á yfirborðið í hinum sprellfjöruga leik tungumálsins og svipt þeirri alvöru og þeim þunga sem einkennir orðræðu um myrkari öfl mannssálarinnar.8 Þessi leikur grefur á vissan hátt undan hvers kyns túlk- unartilraunum. Öfugt við tungumál Hraunfólksins, þar sem gerð er tilraun til að þurrka út mörk milli lands og texta, leggst tungumál Dyranna þröngu upp að söguheiminum með framandi líkingum og myndhvörfum þannig að „gjá“ myndast milli texta og heims; orðin berast til lesandans „einsog eftir margra kílómetra langa ferð eftir ójöfnum vegi“ (160): „Skellurnar á hús- inu voru þvílíkar að ég nenni ekki að myndast við að búa til líkingu um þær, ég ætla þess í stað að grípa fram í fyrir sjálfri mér og segja þér frá trénu nokkru áður en kemur að því“ (143). Óvitrænir og nánast guðbergsk- ir afórismar um ástina og líkamann gera tilkall til þess að standa einir og sér ekki síst vegna þess að sagan virðist skrifuð ánægjunnar einnar vegna; kenndar sem ef til vill er ekki svo fjarri þeirri nautn sem Sade upplifði í Bastillunni fyrir tvöhundruð árum. Sagan brýst þannig undan oki þeirrar alvöru sem einkennir flestar íslenskar skáldsögur með því að bjóða upp á Ieik og óvit bernskunnar; órjúfanleg tengsl við fjaðurmagnaða nútíð sem stendur handan Sögunnar um leið og hún bregst við og skrumskælir okkar eigin hugmyndaheim. I heimi hennar er þráin vopn gegn ofbeldi tímans og um leið það afl sem þvingar okkur til að lifa í nútíðinni; þeirri nútíð sem einkennir bæði Einu sinni sögur Kristínar og Dyrnar þröngu þótt sagan sé skrifuð í þátíð ferðasögunnar. Ólíkt sögum Böðvars og Björns - sem birta á vissan hátt „hraunstorknaðan“ mannskilning - reynir Kristín í sögu sinni að brjótast út fyrir mannhverfa hugsun með því að þenja út eigindir hinnar þrásæknu sjálfsveru og segja skilið við manninn sem fyrirframgefna stærð; stærð sem lýtur lögmálum þeirrar orðræðu sem bjó hann til fyrir um það bil tvöhundruð árum. Með því að þurrka út skilin milli lífs og dauða, milli veruleika og fantasíu, andæfir sagan „þreyttum hugsunarhætti“; skapar nýtt rými og tímalaust sem býður upp á áður óþekktan unað sem þó er tómleik- anum merktur. IV. Ég er án takmarka Kristján Kristjánsson: Ár bréfberans Persónur sem telja sig hafa stigið yfir ákveðin mörk eru algengar í skáld- skap; persónur sem fullvissa sig um að þær geti í krafti óaðgengilegrar og dularfullrar þekkingar eða óviðjafnanlegrar lífreynslu hafið sig yfir aðra
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.