Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 10
eimreiðin
Við þjóðveginn.
7. nóvember 1950.
Veldisstóll veraldar.
Sú hugsjón, að allir íbúar jarðar vorrar megi koma
sér saman um eina allsherjarstjórn, er að vísu eldn
en stofnun Sameinuðu þjóðanna. Þjóðabandalagið,
sem til varð upp úr heimsstyrjöldinni 1914—1918,
var árangur þessarar hugsjónar. Og ýmsar hreyfingar
hafa áður látið á sér bæra til þess að hugsjónin rættist,
þótt máttlitlar reyndust og skammærar. Sjálf er hún
í raun og veru draumurinn ævaforni um frið á jörðu,
sem hefur fylgt mannkyninu á hinni löngu og erfiðu
vegferð þess, — en aðeins sem draumur.
Stofnun Sameinuðu þjóðanna upp úr síðari heims-
styrjöldinni er þróttmesta tilraunin, sem gerð hefur
verið til þess að draumurinn rætist. Þessi veldisstóll
veraldar, sem setinn er árlega vestur í Flushing
Meadows, en hefur ótal aukastóla víðsvegar um heim,
r
hefur nú í hálft ár veitt öflugt viðnám árás austur i
Kóreu, með þeim árangri, að nú er von um, að takast
megi að halda í skefjum ofbeldinu. Bandaríkin hafa
þar átt þyngst metin. Þeim er það fyrst og fremst að
þakka, að stefnuskrá Sameinuðu þjóðanna er annað
og meira en innantóm orð. Trúin á það, að þær geti
í sannleika orðið veldisstóll veraldar meira en að
r
nafninu, hefur styrkzt á liðnu sumri við átökin 1
Kóreu, þar sem Sameinuðu þjóðirnar hafa neytt árásar-
öflin til að lúta í lægra haldi, þótt enn sé ekki ur
skorið um það til fulls, hvernig átökum þeim lýkur.
En enginn aðili samtaka Sameinuðu þjóðanna hefur,