Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 115
eimreiðin
MÁTTUR MANNSANDANS
267
Þefíar stundin nálgast, meSvitund vor liverí'ur úr lioldslíkaman-
um og lífsorkan yfir á næsta tilverusviS, vöknum vér upp til með-
vitundar á astralsviði og til starfs í astral-líkama. Það er á þessu
sviði sem liægt er að reka tilraunir með dáleiðslu og kanna liæfi-
leika dáleiddra manna til liverskonar greiningar, af alveg ótrúlegri
nákvæmni. Með margra ára rannsóknum mínum á þessu sviði
Iief ég gengið úr skugga um, að liægt er að láta dáleidda menn
gefa líffærafræðilegar og lífeðlisfræðilegar greiningar af meiri
uákvæmni en með venjulegum læknisfræðilegum aðferðum. Sem
dæmi nefni ég, að á þenna liátt hefur tekist að finna í innýflum
manna mein, sem ekki varð fundið með röntgenskoðun, og fá
lýsingu á liverju einstöku líffæri jafn nákvæma, eins og um
krufningu á líki væri að ræða.
Þegar fylling tímans er komin, „brotnar gullskálin (astral-
h'kaminn) og silfurþráðurinn slitnar“, en um leið og astral-
líkaminn hefur þannig verið slitinn úr tengslum holdslíkamans,
íklæðist andi manns á fyllri hátt en áður eterlíkamanum, en
hann er fyrsti líkaminn, sem myndast í lífsþróun fóstursins og
sa síðasti, sem varir í andaheiminum.
Þessar staðreyndir liafa verið kunnar á öllum öldum skráðra
heimilda, í launhelgum og musterum Austurlanda og mótað
þar mikilvægan þátt þeirra vísinda, sem um sál mannsins fjalla.
Jesús kenndi þessi vísindi lærisveinum sínum tólf í dæmisögum
°g nefndi þau „leyndardóma konungsríkis himnanna“. Á meðan
þeim er ekki gaumur gefinn í sálarfræði vorra tíma, verða sál-
fræðingarnir eins og börn, sem leika sér að fánýtum leikföngum
a palli. En dagar hinna fánýtu leikfanga munu einhvern tíma
taka enda, í hinni eðlilegu og óslitnu rás viðburðanna á vorri
jörð.
Um leið og vitundin víkkar, gefst færi á að kynnast nýjum
staðreyndum og fyrirbærum. Um leið og maðurinn losnar úr
fjölrum holdslíkamans í dauðanum, vaknar hann upp til nýs
vitundarástands, en margir eru þeir, sem þegar í þessu lífi hafa
kynnzt þessu ástalidi meira eða minna. Þegar vér missum með-
vitundina í svefni, vaknar astral-líkaminn að nokkru eða öllu til
vitundarstarfs. Fylling þessa vitundarstarfs er mismunandi mikil
eftir andlegum og sálarlegum þroska þess manns, sem í hlut á.