Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 41
EIMREIÐIN rithöfundurinn johan falkberget
193
fjallavatniS Rugelsj öen, langt inni á Reyróslieiðum á landa-
mæruni Noregs og Svíþjóðar, „þar sem klukknahreimurinn frá
saenskum og norskum kirkjuturnum rennur saman undir nor-
r*num himni í fagran sönghljóm“, eins og hann komst nýlega
að orði í ræðu. Móðurforeldrar lians, Jon Olsen Jamt og Olava
Persdatter, höfðu rutt landið á föðurleifð hans á því herrans
ari 1846. Sagnfræðilegur áhugi, sem tekur bæði til ættar- og
héraðssögu, sérkennir Falkberget, og hann hefur í yndislegri
frásögn, „Nord ved Rugelsjöen“, lýst þeirn frumherjahjónunum,
afa sínum og ömmu. Forfeður afa lians höfðu komið frá Jamta-
fandi kringum 1680, og sú sögulega staðreynd endurspeglast
nieð mörgum hætti í ritum Falkbergets. Höfðu þessir forfeður
hans, er blandast höfðu þýzku (saxnesku) blóði, kynslóð eftir
^>nslóð verið smiðir í Reyrósnámunum, og þeirri ættarfylgju
l'efur skáldið reynzt trúr, því að liann er smiður góður. Er það
eftirlætis tómstundaiðja hans að standa við aflinn í smiðju
Þeirri, gem hann hefur látið gera á Falkbergetsbýli sínu, og
niargir smíðisgripir á heimil inu bera vitni liagleik húsbóndans.
Olava, amma skáldsins, var hreinræktuð fjallabyggðakona, frá
nilabæ í grennd við Aursund. Að frásögn Falkbergets — og
* 0 er ekki ómerkilegt livað sjálfan liann snertir — voru móður-
1 eidrar lians óvenjulega skáldlineigð og draumlynd. Lýkur
lann iýsingu sinni á þeim með þessum eftirtektarverðu orðum:
” u eru gömlu hjónin horfin. Þau eru bæði grafin í efri kirkju-
Sarðinum í Reyrósi. Hátt uppi og þar sem víðsýnt er liggja
S.rafir þeirra lilið við hlið. Umhverfis gnæfa hlá Reyrósfjöll,
°nnum þakin og sólu roðin — sveipuð sögunni, sögu liins
nikla lífs, sem gömlu hjónin við Rugelsjöen ávallt fundu um-
efja sig? Qg varpaði Ijóma yfir dagana og stritið og tengdi þau
lcð traustum böndum umhverfinu, sent þau lifðu í“.
f^essi ummæli, eins og rithöfundurinn og bókmenntafræðing-
J*rinn Kristian Elster (hinn yngri) liefur réttilega bent á, varpa
Jortu ljósi á greinarliöfundinn sjálfan, draga athyglina að
8rtmdvallarþætti í skáldskap Falkbergets og lífsskoðun, næmri
^feUrðartilfinningu lians og djúpstæðri rómantískri hneigð hans.
ann a alltaf næmt auga fyrir liinu dásamlega og ævintýralega
•ttannlífinu, jafnvel mitt í hinni mestu eyrnd og andstæðustu
13