Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 8
VIII
EIMREIÐIN
TIL BÓKSALA OG ÚTSÖLUMANNA
EIMREIÐARINNAR.
I’ráll fyrir stórhækkaðan útgáfukostiiað, svo sem pappírsverð o. fl., lielzt
áskriftargjald Eimreiðarinnar óbreytt á árinu 1951, þ. e. kr. 30,00 eintakið,
sent burðargjaldsfrítt (erlendis kr. 35,00). Lausasöluverð belzt einnig óbreytt,
þ. e. kr. 10,00 heflið. En vegna þessa hækkaða útgáfukostnaðar og tak-
markaðs innflutnings á pappír, eru hóksalar og útsölumenn vinsamlegast
heðnir uin að láta okkur vita strax nú um áramótin, hve mörg eintök af
Eimreiðinni þeir óska að fá send í umhoðssölu á árinu 1951, svo að hægt
sé í tíma að áætla um nauðsynlegt upplag ritsins á árinu. Afgreiðslan i
Reykjavík vill ógjarnan senda út fleiri eintök til hóksala og útsölumanna
sinna en þeir ætla, að seljist, hæði vegna aukins útscndingarkostnaðar, þa'
sem burðargjald undir blöð og tímarit hefur nýlcga hækkað um hehning,
og einnig vegna þess, að þegar upplagið selzt kannske alveg upp hja
afgreiðslunni, liggur stundum eitthvað óselt hjá hóksöluin og útsölu-
mönnum úti á landi, sem þó ekki er alltaf auðvelt að innkalla fyrr en seint
og siðar meir. Þar sem bóksalar og útsölumenn þurfa, samkvæmt viðskipta-
sanmingi sínum við Róksalafélag íslands, að greiða endursendingarkostnað
óseldra bóka til útgefenda, er það einnig hagur fyrir þá að áætla sem
nákvæmast um áskriftir og lausasölu á liverju komandi ári, svo að óseldar
leifar verði engar eða sem minnstar um liver árainót.
Samkvæmt ofansögðu fylgir hér pöntunareyðuhlað, sem hóksalar og útsölu-
menn eru heðnir að útfylla og endursenda okkur með fyrslu ferð. Þeim,
sem ekki endurseuda eyðublaðið útfyllt fyrir 1. febrúar 1951, verður áætlaður
sami eintakafjöldi til útsölu á árinu 1951 eins og þeir liöfðu á árinu 1950.
Með þökkuni fyrir viðskiplin á liðnuni árum og ósk um farsælt komandi ar.
RÓKASTtiÐ EIM REIÐ ARINNAR.
Aðalstræti 6. — Rcykjavík.
Eg undirritaður útsölumaður Eimreiðarinnar óska að fá til sölu af Eim-
reiðinni á komandi ári:
....áskriftareintök.
.... Iausasölueintök.
Nafn: .......
Heimilisfang: