Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 122
274
FRÁ LANDAMÆRUNUM
eimreiðin
Við sátum niðri í „lúgar“. Þar
var hlýtt og notalegt. Við drukk-
um kaffi og röbbuðum saman.
Eftir stundarkorn lögðumst við
tveir til svefns, sem frívakt átt-
um. Sá þriðji fór upp til aðstoðar
þeim, sem við stýrið var.
Eftir nokkurn tíma vaknaði ég
af blundi allsnögglega. Mér var
orðið kalt á þeirri hlið, sem að
kinnung skipsins vissi, og velti
mér við. Ég heyrði, að stormur
var að aukast og sjór að vaxa.
Þá finn ég skyndilega sem þrýst
sé inn í vitund mína þessum orð-
um: — Komdu upp! Þeir sigla
á Brökurnar! — Ég fann til
óróa, en lá þó kyrr og gat ekki
sofnað. Var þetta þá endurtekið
og enn ákveðnar. Ég reis upp til
háifs og hugsaði ráð mitt. Ég
hafði gengið svo frá, að allt átti
að vera í lagi — og til vonar og
vara átti að segja mér til, væri
eitthvað athugavert. Ég hafði
varla lagzt fyrir aftur, þegar ég
skynja þessa einbeittu skipun í
þriðja sinn, að koma upp á þil-
far. Ég stökk á fætur og upp
stigann á skyrtunni og sokkaleist-
unum.
Það fyrsta, sem ég sá, var
þoka umhverfis og því næst, svo
sem 200 metra beint fram undan,
risa-brotsjóa við Brökurnar. Segl
voru uppi, vélin í fullum gangi
og báturinn á brunandi ferð. Eg
æddi áleiðis að stýrinu. Þar sátu
félagar mínir hver móti öðruni
og mösuðu í ákafa. Þeir gættu
einkis og höfðu ekki minnsta
grun um hættuna framundan. Ég
sagði víst eitthvað óþvegið um
leið og ég stjakaði stýrimanni
frá og greip um stýrið. Það mátti
ekki seinna vera. Mér tókst að
sveigja bátinn til hliðar, °S
skömmu síðar þutum við i'étt
fram hjá skerjum og boðum, sem
vissulega voru þess megnugii’
granda bæði báti og bátsverjum-
Þarna má segja, að hurð sky"j
nærri hælum. En hver bjarga®1
okkur þetta sinn? Því er ósvara
til þessa. — Oft endranær hef e&
fengið svipaða viðvörun og hjálp
á hættustundum, frá ósýnilegum>
æðri mætti. Jón Austfjörð■