Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 136
288
RITSJÁ
EIMREIÐIN
skipar henni sérstöðu o;; eykur gildi
liennar, er orðalykill sá Iiinn ýtar-
legi, eftir Björn prófessor Magnús-
son, sent prentaður er aftan við sálin-
ana og tekur yfir helming liókar-
innar, eða 203 hls. af 413. Jón Guðna-
son, þjóðskjalavörður, hefur ritað
minningarorð um foreldra útgefanda
framan við sálmana. Útgáfau er hin
vandaðasta að ytra frágangi.
Sv. S.
ISLANDICA. VOL. XXXIV:
HISTORY OFICKLANDIC POETS
1800—1940 by Richard Deck. —
Ithaca, New York 1950 (Cornell
Univ. Press). Þeir samstarfsmenn-
irnir, dr. Stefán Einarsson, prófessor
við' Johns Hopkins liáskólann í Balti-
more, og dr. Richard Beck, prófessor
við háskólann í Grand Forks, Norð-
ur-Dakota, skiptu fyrir meira en 20
árum milli sín því verki að seinja
á ensku íslenzka hókmenntasögu 19.
og 20. aldar. Þessu verki er nú lokið
á vegum Fiske-safnsins íslenzka við
Cornell-háskólann í Ithaca. Tók
Stefán að sér að rita um íslenzka
liöfunda á óbundið' mál tímabilið
1800—1940, og kom bók lians um
þetta efni út árið' 1948 (Islandica.
Vols. XXXII & XXXIII, sjá Eimr.
1948, bls. 314—316). Beck tók að sér
að rita um íslenzk ljóðskáld frá
sama tímabili, og er bér nú árangur
þess starfs úl kominn í 34. bindi
Islandica-ritsafnsins, en það er fyrsta
bindið, sem úl kemur undir ritstjórn
liins nýja bókavarð'ar Fiske-safnsins,
Kristjáns Karlssonar, sem tók við
safninu af dr. Halldóri Hermanns-
syni.
Iliif. hcfur skipt cfninu i 7 kafla
og gefur í fyrsta kaflanum stutt yfir-
lit um íslenzka ljóðagerð frá ritöld
og fram að aldaniótunum 1800. Virð-
ist sá þráður vera glögglega rakiiin,
eftir því sem rúm leyfir. I 2. kafla
er svo fjallað um 9 íslenzk skáld
rómantísku stefnunnar. Er þeim
Bjarna Thorarensen og Jónasi Hall-
grímssyni einkum gerð hér góð skil,
svo sem hæfir þeim tveim öndvegis-
skáldum. Síðan kemur sérstakur
kafli um alþýðuskáldin Sigurð Breið-
fjörð, Bólu-Hjálmar, Pál Ólafsson,
Sigurð og Símon Bjarnasyni og
nokkur yngstu rímnaskáldin. Þá er
4. kaflinn um höfunda heimspeki-
legra ljóða og trúarljóðskáld, svo
sem Björn Gunnlaiigsson, Brynjólf
frá Minnanúpi, Valdemar Briem og
Helga Hálfdanarson. Frá raunsæi t'l
rómantískrar stefnu liinnar nýju
nefnir höf. fimmta kaflann, og liefst
hann á umsögn iim skáldskap Jóns
Ólafssonar og V er'Oandi-nianna, eii
lýkur með íiokkrum orðum um ljóð
Höllu frá Laugabóli, eftir að getið
liefur verið alls 32ja ljóðskálda
þessa raunsæis-nýrómantíska þáttar-
í sjötta kaflanum er getið ljóðskálda
úr samtíð vorri, eða nánar tiltekið
frá árununi 1918—1940, undir fyrir-
sögninni: Samtíðarstefnur og straum-
ar. Skipa þeir Stefán frá Hvítadal
og Davíð frá Fagraskógi þar önd-
vegið. Sjöundi og síðasti kafli bók-
arinnar er eingöngu helgaður vestur-
íslenzkum ljóðskáldimi.
Höf. liefur valið sér ]iá leið að'
rila allítarlega um flest merkari Ijóð-
skáld vor á tímabilinu 1800—1940,
en geta liinna óinerkari að litlu eða
slcppa þeim alveg. Valið á sniærii
spámönnunum í íslenzkri ljóð'agerð
orkar stundum tvímælis. Ilefði niatt
geta ljóða Guðmundar Kainb'ans,
Einars Kvaran, Halldórs Laxness »í!
Hannesar Blöndals, svo að nefnd scu