Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 99
eimreiðin
ÚR DAGBÓK PÉTURS MOEN
251
neitað nm allt, sem stylt gæti tímann. — Her er smávaxinn
yfirfangavörður. —- Ég kalla liann Donnerwetter. Ef liann
vissi uin það, sem ég aðhefst núna, þá myndi hann setja mig
í járn. -— Ég yrði talinn liættulegur maður liér líka! — Bæn
Davíðs skal vera bæn mín. Guð, taktu steinlijarta mitt og gefðu
mér nýtt úr vöðvum. — Steinlijartað er bústaður syndarinnar.
Mamma, elsku mamnia, ég ákalla þig. — Gefðu niér þitt góða
hjarta“.
Vm kvöldit): „tltlitið er ekki gott fyrir okkur fangana. — Vel
getum við fengið dauðadóm, — eða verið drepnir án dóms. -
Ég ótlast líka fjöldamorð. Við vitum of margt. Við erum hættu-
leg vitni. — Æðri öfl verða að koma okkur til hjálpar. Ég
hef kropið og beðið. — Ég lief beðið guð foreldra minna að
þyrma 1 ífi mínu og félaga minna. Ég lief grátið mikið. Ég
er ekki liugrakkur. — Ég er engin hetja. Ég get ekki að því
gert. -----
Óhamingja mín á sér engin takmörk. — Af ágirnd og metnaði
sóttist ég eftir starfi, sem ég gat ekki ráðið við, — og lief þannig
orðið mörgum til ógæfu og tjóns. Það er hræðilegt!
Góða nótt, Bella! — Þú munt fvrirgefa mér!“
fó. febrúar: „Ég get varla afborið ólán mitt. — Ég liefði átt
að vera tíu sinnurn gætnari með öryggi annarra. — Vegna þess
a<^ ég var sljór og veiklyndur, verða margir að líða þjáningar, —
°K öll óháS, leynileg blaðaútgáfa í Noregi er niðurbrotin.
Ó, félagar mínir! Ég verðskulda fyrirlitningu ykkar. — Þessi
bikar lífsins er bitur. — Guð minn góður. — Ég get ekkert
nenia grátið. — Var undir beru lofti í 15 mínútur. — Líka
einn þar. — Skipunin dynur yfir. — Áfram — áfram! Tónninn
verri en þegar liottað er á bykkjur. — En hér er þó regla á
blutunum. — 1 þessa 14 daga, sem ég lief verið liér, hef ég ekki
séð annað en sæmilega aðbúð við fangana. En ég sé nú svo
skammt. Lög stritsins og fangelsanna eru ströng, en ekki grimmi-
^eg hér í Möllergaten 19. — En það er Gestapo — ]>ýzka lög-
reglan, -— sem hér er liin ægilega ógn. -— Ég var kvalinn og
píndur bæði líkamlega og andlega í 30 klukkustunda yfirheyrslu
nýlega. — Næsta yfirheyrzla skelfir mig. — Þeir slá mann og
P>na, til þess að maður segi meira en niaður veit!------—