Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 82
eimreiðin
Glaiað íækifæri.
Smásaga.
Þa3 er oft erfitt að varða merkjalínur milli svefns og vöku,
enda skiftir það litlu máli, því að veruleikinn og draumurinn
eru eitt, báðir sannir og raunliæfir. Draumurinn er sonur raun-
veruleikans, endurspeglun atvika úr nútíð og framtíð, eða blossar
af atómi löngu liðinna viðburða, sem geymzt liafa í frumeindum
verðandinnar.
Dag einn í sólmánuði dvaldi ég í hlýlegu skógarrjóðri í fögrum
afdal, naut einverunnar, sólbakaður og hamingjusamur í seið-
andi kyrrð íslenzkrar náttúru. Um kvöldið var haldið heimleiðis
á brellnu og keipóttu farartæki, vörubíl, sem var með rifinn
Idjóðdeyfara. Hikstandi öskrin í bílskrjóðnum voru eins og
glefsandi vargar í véum dagsins.
Þegar heim kom, fór ég í kalt bað, lagðist síðan til svefns niiln
mjúkra rekkjuvoða. Bráðlega seig á mig liöfugt mók. Ég sa
sýnir, stóð allt í einu andspænis tröllvöxnum hnetti. Sterkar,
fagurlega útskornar súlur liéldu þessu risabákni uppi, endar
þeirra livíldu á fölrauðum skýjaklökkum og sólstöfum frá fjar-
lægum sólkerfum.
Ég .sveimaði frjáls og fisléttur í blátærum himingeimnum,
rannsakaði gaumgæfilega náttúruundrið, fann ekki til loft-
liræðslu eða svima, sem er þó kvilli, er þjáir mig, þegar ég
bef jarðskorpuna undir fótunum. Hnattkúlan var fremur forn-
fáleg og drungaleg útlits, úr dökkgráum, brúnýrðum rnálm-
blendingi, hrufótt, en sterkleg, málmurinn harður og órnaði við
snertingu.
Og sem ég bringsólaði þarna, bárust að eyrum mínum annar-
leg bljóð innan úr linettinum. Hávaðinn varð liryllilegur, líkt
og bumbur væru barðar með ópum og gauragangi froðufellandi
villimanna í trylltum blótdanzi. Eða var það bergmál af herfi-
legu skvaklri ferlegra flagða, sem leyndust í myrkum liraun-
gjótum?
„Yitu þér enn eða hvað?“