Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 129
eimreiðin
RADDIR
281
götunöfn nxrri því enn viröulegri
en í sjálfri höfuðborginni: Ráð-
hússtorg, Skipagata, Kaupvangs-
stræti, Hafnarstræti. Skák! —
Þetta er i—5 mínútna hægur
akstur. En 12 ferhyrndir hringir
i leigubíl treinast í liðuga klukku-
stund.
Síðan bauð liann vinkonu sinni
upp á kaffi á Hótel KEA, og þar
næst á Bíó. Og að því loknu döns-
uðu þau á Hótel Norðurland. frarn
að kl. 1 eftir miðnætti.
Og þar með var góðum degi
lokið.
Hvað er svo sem 100 eða 150
litlar krónur á kvöldi, þegar mað-
ur skemmtir sér vel með vinkonu
sinni. Þær eru ekki svo skemmti-
legar, skólalexíurnar! Það veitir
ekki af að mixa þurrmetið ofur-
Utið, svo að það bögglist ekki
fyrir brjóstinu á manni eins og
skorpið sköturoð, — ef annars
nokkurt roð er á þeirri skepnu —?
Daginn eftir sá ég hann ganga
framhjá jóla-safnbauk „Hersins11
á KEA-horninu, ásamt mörgum
öðrum skólapiltum. — Þetta er
laglegur piltur og hressilegur. —
Hann bar sig borginmannlega og
nam staðar á þessum vegamótum
himins og jarðar. Síðan dró hann
upp úr buxnavasa sínum glófagr-
an pening, heila krónu, sem hann
hélt örtæpt og auðsýnilega milli
blá-góma þumals og vísifingurs.
Og krónan blikaði í skammdegis-
sólinni, er hann sveiflaði hend-
'Wni í listrænan sveig, eins og á
Bíómynd, og stakk krónunni nið-
ur um rifuna á safnbauknum. —
Hann fann bersýnilega til þessa
oðlingsskapar síns og leit hróð-
ugur á félaga sína, sem hreyfðu
ekki hendur sínar þaðan, sem
þeim bar að vera: 1 buxnavösum
eigendanna.
Nú væru þeir kvittir, hann og
himnafaðirinn! Heila krónu hefði
hann gefið honum og vissi þó ekki
til þess, að hann ætti neitt inni
hjá sér! — Og upp úr miðnætt-
inu gekk pilturinn ungi til hvílu
með góða samvizku. Vond var hún
að minnsta kosti ekki. Og þá hlaut
hún að vera góð. — Eða þá ef
til vill — engin.
Því að hvað á ungt mennta-
mannsefni, með leigubíl og vin-
konu og Bíó og tvö hótel á kvöldi,
að gera með samvizku! Ekki
stendur það fag skráð á námsskrá
skólans! Og heldur ekki er ráð
fyrir því gert í fræðslumálalög-
gjöfinni nýju. — Þetta mun því
talið nauðaómerkilegt fag og
liarla ónauðsynlegt menningar-
þjóð á vorum dögum! — Sam-
vizka! — Ja, svei attan!
Helgi Valtýsson.
HJÁLPARGÖGN
VIÐ ENSKUNÁM.
Um áttatíu ár eru nú liðin
síðan Matthías Jochumsson vildi
láta taka upp almenna ensku-
kennslu i landinu, svo að öll þjóð-
in yrði fær um að hafa not af
þeirri tungu sér til menningar-
auka, og nær sextíu ár síðan Jón
Ólafsson lagði fram sín rök fyrir
því, að íslenzkir skólar kenndu
ekki önnur lifandi mál en ensk-
una, en kenndu hana þá líka til
sæmilegrar hlítar. Siðan hafa
aðrir öðruhvoru tekið í sama
strenginn, en vitanlega ekki verið
á þá hlustað. Menn sannfærast
yfirleitt ekki af rökum, heldur
bíða þeir þess að reka sig á. At-