Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 58
210
RITHÖFUNDURINN JOHAN FALKBERGET EIMREIÐlN
stenene taler (Þar sem steinarnir tala, 1933), I Vakttaarnet (í
varStuminum, 1936), og I lyset fra min Bergmannslampi (Vi3
skinið af námumannslampa mínum, 1948), er nýlega hefur einnig
komið út á ensku, að ógleymdum liinum gullfögru og vinsælu
ævintýrum hans.
Hann er einnig frumlegt og fágað Ijóðskáld, og kom út fyrir
allmörgum árum úrval úr kvæðum hans, Vers fra Rugelsjoen
(1925). Skipar þar öndvegi afbragðskvæði lians til Björnstjerne
Björnson. Hann minnist þar einnig forfeðra sinna í látlausum
en hjartnæmum ljóðum.
Samfara bókmenntalegum þroskaferli Johans Falkberget liefur
farið andlegur þroski sjálfs lians, sem lesa má í ritum hans.
Úr liörðum málmi andvígra kjara liefur lionum tekizt að vinna
gull ritsnilldar og fágætrar sálargöfgi. Um það ber öllum sainan,
sem þekkja liann bezt, og því bera bækur lians órækt vitni.
Kristinnar lífsskoðunar, í fegurstu merkingu orðsins, gætir ®
sterkar í ritum lians. Virðing lians fyrir helgi einstaklingsms
er ótakmörkuð, og réttur hvers manns til sjálfsþroskunar cr
skáldinu heilagt mál. Þess vegna hafa einnig rit hans frá fyrstu
tíð, beint og óbeint, stefnt að því marki að leysa verkalýðinn
úr fjötrum og vinna lionum þann rétt, sem honum ber.
Johan Falkberget er maður fasttrúaður á mátt bróðurkærleik-
ans í alþjóðasamskiptum. 1 nafni og anda Norræna félagsms
hefur liann í ræðu og riti unnið ötullega að auknum bróður-
legum samskiptum milli Norðurlandaþjóðanna, og í sania andu
hefur liann í ræðustól og ritum sínum borið bróðurorð rniH1
allra þjóða. Kristindómur og alþýðufræðsla eru, að lians doiuu
meginstoðir friðar á jörðu. Þeirri hugsjón helgar hann fram-
vegis viðleitni sína, þó að loft sé þungskýjað og allra veðra VOI1‘
(Heimildir: Við samningu þessarur ritgerðar hef ég fyrst og freinst s,u<'zt
við rit skáldsins, en einnig haft hliðsjón af þeim norskum hóknienntasög111”'
sem getið er sérstaklega, og af greinum og ritdómum um verk skáldsii's
í norskunt hókmenntaritum. En drýgstar hafa þó orðið mér til 'ræ<
þessar nýútkomnu ævisögur skáldsins: Einar Döhl: Johan Falkberget’
Bergstadens Dikter, og Jon Kojen: Dikteren jra gruvene, Johan Falkberget’
scm báðar komu út í Osló 1949 í tilefni af sjötugsafmæli skáldsins. —- o°r