Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 93
eimreiðin
Ur dagbók Pélurs Moen.
í oklóber í fyrrahaust kom út í Osló sérkennileg bók. „Peter
Moens dagbok“ lieitir hún á frummálinu. Merkilegust er bókin
' vrir það, livernig handritiS varð til. Hún er skrifuð inni í fanga-
^lefa, en ekki með venjulegum skriffærum, lieldur var allt
nandritiS pikkaS út með smánagla á salernapappír. Hver papp-
lrsræma er svo vandlega merkt og tölusett, vafin upp í vöndul
°g stungið inn um loftrásarrist niður við gólf í fangaklefanum.
1>ar fannst þetta svo, þegar höfundurinn var látinn.
En saga Peter Moens er í stuttu máli þessi:
Hann var fæddur í Drammen 14. febrúar 1901. Ólst hann upp
d heimili foreldra sinna, sem talið var fyrirmyndar heimili.
Hóðir lians var mjög guðrækin og trúuð kona. Peter gekk skóla-
Veginn og tók stúdentspróf, en eftir prófið gerðist hann starfs-
Hiaður hjá líftryggingafélagi í Osló.
hegar Noregur var hernuminn, tók hann strax mikinn þátt í
andstöSuhreyfingunni, og byrjaði hann fyrst að gefa út lítið
leyni-fréttablað, en varð síðar ritstjóri að leyni-fréttablaðinu
’Xondon Nytt“ —- eða Lundúnafréttum, — sem var merkasta
hlað andstöðulireyfingarinnar í Noregi, en jafnframt var honum
hdin yfirumsjón með útgáfu allra leyniblaða í landinu.
Hinn 3. febrúar 1944 var Peter Moen tekinn höndum af
’;Oe8tapo“ — þýzku lögreglunni í Noregi — og varpað í fang-
Clsi 1 Möllergaten 19 daginn eftir, liinn 4. febrúar.
Hann byrjar ekki dagbókina fyrr en 10. febrúar, eða viku
®íðar og skrifar svo eða pikkar eitthvað út á hverjum degi
>rstu vikurnar í fangelsinu, en þá var liann sér í klefa D2 í
ströngU varðhaldi.
, Hinn 21. apríl — eftir 75 daga einangrun — er liann fluttur
annan klefa, D 35, en þar voru fyrir tveir aðrir fangar.
. 1 yrsta mánuðinn þar ritar liann ekkert, en svo lieldur hann
m og pikkar eittlivað fyrstu dagana, stundum aðeins dag-
etninguna, til 4. september sama ár. En hinn 6. september er