Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 49
EIMREIÐIN RITIIÖFUNDURINN JOHAN FALKBERGET
201
ástamálum þeirra Eli, dóttur fjallabónda, og sænska hermanns-
ins Pelle Jonsa. Blindaður af æstu Svíahatri drepur faðir Eli
elskuhga hennar, en hún hefnir sín grimmilega á ættmennum
sínum með því að brenna ættarsetrið til kaldra kola. Óneitan-
lega er hér því lýst ömurlegum harmleik, en bókin er mikið
afrek frá listarinnar sjónarmiði, ekki sízt vegna þess, live
hrikalegt umhverfi náttúrunnar verður áhrifamikið í höndum
höfundar. Efni og umgerð samræmast hér á snilldarlegan hátt.
Náskyld Eli Sjursdottir að efni og anda er skáldsagan Lisbet
Pnn Jarnfjeld (1915). Vissulega er þar um að ræða ritlist á háu
stlgi, hvort heldur litið er á efnismeðferð, persónulýsingar eða
stíl. Sagan lýsir lieiðabyggðunum, og andar liressandi fjallablæ
°g ilmi lyngs og furu. 1 bókinni er mikil auðlegð lifandi og
litaríkra náttúrulýsinga. Tilkomumikill er því hakgrunnur sögu-
sviðsins. Annars er skáldsaga þessi öðru fremur djúptæk lýsing
‘l hjúskaparlífi. Aðalsögupersónurnar, þau lijónin Lisbet og
^jörn, eru hvort um sig persónugervingur fjallabúanna annars-
'egar og dalbúanna hinsvegar, með öllum andstæðum þeirra
1 ,nenningarerfðum og lífshorfi, og er túlkun liöfundar á þessum
ijarskyldu persónum með miklum snilldarhrag. Gat eigi hjá
l)ví farið, að til árekstrar kæmi milli þeirra hjónanna, og lýsir
sagan þeirri baráttu á gagnorðan, en áhrifamikinn liátt. Hér
hlasir liarmleikur lífsins sjálfs, í allri nekt sinni, við sjónum
lesandans, því að liöfundurinn rekur örlagaþræði sögupersóna
s,nna hiklaust og af fyllstu hreinskilni, markvisst og með djúpum,
sálraenum skilningi. Lisbet er ágætt dæmi snilldar Falkbergets
1 skaplýgingUnli þegar lionum lætur sú list hezt. Samhliða Eli
er hún meðal svipmestu kvenhetja í sögum hans. Báðar eiga
*>uer Eli og Lisbet ríkt ættarmót með stórbrotnum og heil-
steyptum konu m Islendingasagna.
j h'rá því að Falkberget fór frá Reyrósi 1906, liafði hann verið
usettur utan átthaga sinna, lengstum í nágrenni Oslóborgar,
en hó fannst lionum liann vera hálfgerður útlagi. Heimþráin
rann honum í blóði, eins og bréf lians og rit bera vitni. Fjar-
'istin færði honum lieim sanninn um það, hve nánum höndum
ann var tengdur átthögum sínum og ætt og gerði liann skyggn-
ari a h'frænt gildi menningarerfða sinna. En árin liðu, svo að
hann gat eigi fullnægt heimþrá sinni. Skólaganga barnanna átti