Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 25
eimreiðin
SAMVIZKUSEMI
177
þá er allt npp í loft. — Komdu þarna með spíritusflöskuna og
litla glasið, nei, þetta svarta — og svo rauða glasið. Nei, annars,
i'itt. Já, þetta.
■— Er nokkurt gagn í þessu? sagði Þóra.
'— Gagn —? Auðvitað, já, já, —• það er að segja, nei. Hún
var alveg að lognast út af, konan. Ég lief engin tæki til að skera
l'ana, enda líklega of seint. Hvernig gat ég skorið liana eða
farið að sækja annan lækni, inn í Vík. Dálaglegt afspurnar, eða
i'itt þó heldur? Þetta fólk deyr hvort sem er einhvern tíma, —
við drepumst öll fyrr en varir, Þóra mín litla! Hananú, fáðu
nu stráknum meðalið, — ágætis rneðal, sem engum gerir mein.
Nei, kallaðu heldur á manninn úr Lónunum og fáðu lionum
það sjálf, — hann á að borga, — já, borga, — — nei, láttu
liann ekkert borga, ég get andskotann ekki látið liann horga
ttokkuð fyrir þetta. Ég vil liafa góða samvizku, sjáðu. Góð sam-
'izka er meira en gull og silfur, og —.
Meira lieyrði ég ekki, því ég laumaðist út. Erindi mínu var
iokið.
Cti fyrir dyrunum stóð maöurinn úr Lónunum.
— Meðalið er að koma, sagði ég.
Hann leit á mig, þessum góðu, ráðvendnislegu þakklætisaugum.
~ Jæja, það var gott, sagði liann, — og þakka þér fyrir. —
^Ö stundarkorni liðnu reið maðurinn úr Lónunum út eftir.
Hann reið hratt, því í iösku lians var meðalið. Og heima beið
konan, þennan langa, fagra sumardag. Jóreykurinn lá eins og
slæða yfir veginum, þar sem liann fór, því engin gola bærði
°ftið í síðdegiskyrrðinni. —
Indversk skákþraut.
Hvítur: Kb8, Bh6, Rg7, Hd6, f6, g3 (6).
Svartur: Kd8, Bd7, f7, g5 (4).
Hvítur mátar í þriðja leik.
(Lausnina á skákj )raut þessari er að finna á bls. 235).
12