Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 71
eimreiðin
SKRtJÐUR
223
allsstaðar er þó snarbratt og mjög erfitt til nppgöngu. Veldur
því einnig, að allt er þakið kafgrasi, sem víða tekur í kálfa
manns. Jarðvegur er og rakur mjög og liolóttur, svo víða skrikar
fótur í spori. Þegar upp er komið, er á sunnanverðum kolli
Skrúðsins dálítil skál eða dalverpi, sem takmarkast að norðan
af hákollinum, að austan af kletthnúk, sem Márasátur lieitir,
°g að vestan af austustu hæðadrögum Lundabrekku. Beint í
suður, fram úr daldragi þessu, heita Lúsastapar. Þessir stap'ar,
sem eru rétt í bjargbrúninni og lítið eitt lægri en hún, bafa
°rðið þannig til, að þeir hafa sprungið frá bjarginu og kastazt
frá því um leið. Er geil eigi alllítil milli stapanna og bjargsins.
Hún er nú að mestu full af grjóti, sem lirapað hefur í hana,
°g er gras gróið yfir. Er gott að sitja þarna í geilinni með háf,
þegar vindur stendur af suðri og suðvestri, og slá fyrir lunda,
sem flýgur þá mikið á þessum slóðum. En mikil mergð er af
allskonar bjargfugli í Skrúð.
Mjög er brimasamt við Skrúð, eins og gefur að skilja, því
hann liggur í hafi úti, og nær aldan til að leika óhindrað um
hann úr öllum áttum. Er þó hægt að setja bát á þrem stöðum,
þegar ládautt er. En á nokkrum fleiri stöðum er hægt að setja
Rtenn á land og taka á bát, eftir vindátt og því, hvernig stendur
a 8javarföllum. Heitir þar Móliella, sem oftast eru settir hátar.
r hun norðaustan á Skrúðnum. Einnig eru stundum settir
hátar við Blimdsgjárvog og Hellisvík. Báðir eru þeir staðir suð-
austan á Skrúð. Auk þessara staða, sem hér liafa verið nefndir,
er oft skotið á land mönnum og teknir á bát menn á eftirtöldum
slöðum: Löngunöf, suðvestan á eynni, Straumsnöf að norðan
eg Sauðakamb að norðaustan. Við Sauðakamb er langoftast lent
1 ^krúð, enda er orðið fremur vont í sjó og mikið brim, ef
eigi er hægt að koma þar á land sæmilega liprum og áræðnum
^Oonnurn, ef laginn maður er undir árum og leggur að. Þarna
er aðdjúpt og því oft hægt að athafna sig, þó brim sé það
joikið, að það gangi utan yfir kambinn í ólögunum. En oft
°tna menn í fætur og jafnvel hærra upp eftir, þegar memi
1 a þar 1 stöllunum, því illa sést til ólaganna.
hrá öllum lendingarstöðum í Skrúð liggja leiðir upp á koll
*ans. Eru þær allar sæmilega greiðfærar mönnum, jafnvel þótt
eir hafi einlivern farangur að bera. Af Straumsnöf, sem fyrr