Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 44
196
RITHÖFUNDURINN JOHAN FALKBERGET EIMREIÐIN
Falkberget hélt áfram námavimiunni þangað til hann var
rúmlega hálf-þrítugur og hækkaði smámsaman í tign, samkvænit
hefðbundnum venjum, þar til liann var orðinn fullveðja náma-
verkamaður. En svo ríkur var bókmenntalegur áhugi hans, þratt
fyrir andvígar aðstæður til slíkrar iðju, að hann fór að skrifa
greinir (nafnlausar í fyrstu) í blaðið Fjell-Ljom (Bergmál) i
Reyrósi. Og er það næsta fróðlegt að fylgja honum fvrstu sporin
á rithöfundarbrautinni, eins og þeirri viðleitni hans er lýst i
ævisögum lians.
Fyrstu smásögu sína undir eigin nafni birti Falkberget i
ofannefndu blaði þegar hann var 16 ára. Sigldu síðan margar
aðrar í kjölfar hennar, að ótöldum miklurn fjölda annarra nt-
smíða í saina blaði. Varð Falkberget fyrir nokkru aðkasti fyrir
ritmennsku sína og skáldadrauma af liálfu starfsbræða sinna,
liinna ungu námaverkamanna, og kölluðu þeir liann í skopi
„skáldið“, en hann lét það lítt á sig fá, enda átti hann einnig
sína formælendur í þeirra liópi og skrifaði áfram af kappi-
Bar það hann að lokum fram til sigurs á rithöfundarbrautinni,
að starfsviljinn var óbilandi og að liann missti aldrei sjónar a
takmarkinu. Meðal þess, sem liann birti í heimablaði sínu a
þessum byrjandaárum, er einnig ýmislegt vel í letur fært, sem
ber vitni glöggri athyglisgáfu hans og ást á náttúrunni, en vitan-
lega átti það enn langt í land, að hann næði þeim tökum a
máli og meðferð efnis, sem síðar varð.
Tvær félagslegar hreyfingar, menningarlegs efnis, sem stóðu
með miklum blóma um aldamótin í átthögum Falkbergets og
liöfðu sín áhrif á liann, voru ungmennafélögin og góðtemjdara-
reglan, og liefur hann oftsinnis lagt bindindismálunum öflugt
liðsyrði.
Fyrsta skáldsaga Falkbergets, sem hét Mod lys og grav (Mot
ljósi og gröf), kom út neðanmáls í Fjell-Ljom aldamótaárið
og var einnig sérprentuð í nokkrum eintökum. Næsta saga hans,
Naar livskvelden kjem (Á ævikveldi) og sú fyrsta í bókarforrm,
var einnig prentuð í Reyrósi tveim árum síðar. Eru þessar fyrstu
sögur, eins og vænta má, mjög ungæðislegar, ,en þó má þar, 1
veikum dráttum, greina svipmót verðandi skálds.
Leið eigi á löngu áður en liann sendi frá sér aðra stutta skáld-
sögu og tvö þátta- og smásagnasöfn. Seinna safnið, Moseflyer