Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 127
eimreiðin
LEIKHÚSIÐ
279
Vc' af hendi leyst hvað snertir
Úós, búninga og tjöld. Er mér til
efs, að nokkurt annað leikhús á
Norðurlöndum hefði leyst verk-
efnið betur af höndum en Þjóð-
leikhúsið gerði að þessu sinni, og
sttu menn að kunna að meta
slíka viðleitni, a. m. k. til jafns
við sýningar á léttvægum útlend-
um gamanleikjum.
Valur Gíslason lék aðalhlut-
verkið, Jón biskup Arason, með
Wyndugleika hins reynda leikara
°R' af næmri tilfinningu fyrir
verkefninu. Raddfæri hefur Val-
Ur þó engan veginn gott fyrir
Wutverk sem þetta, og var það
nokkuð til lýta. Arndís Björns-
dóttir lék Helgu og gæddi lífi af
auðlegð tilfinninga sinna. Mun
sá leikur minnisstæður langan
Wdur og fyllilega sambærilegur
við afrek fremstu leikkvenna
vorra fyrr og síðar. Er engum
ólöðum um það að fletta, að Arn-
dís stendur nú feti framar öðr-
Uru leikkonum hér. Syni þeirra
Jóns biskups og Helgu, Ara og
Újörn, léku þeir Róbert Arnfinns-
s°n og Haukur Óskarsson, báðir
vel, enda óaðfinnanlega, einkum
var ánægjulegt að sjá hinn síðari,
sem er svo að segja nýliði á leik-
sviðinu hér, fara jafn skörulega
með vandasamt hlutverk. Gestur
Pálsson lék Martein biskup ein-
staklega smekklega og felldi síð-
ur en svo skugga á hinn tvíráða
og lingeðja andstæðing Jóns bisk-
ups. Brynjólfur Jóhannesson átti
óhægari leik með hlutverk Daða
Guðmundssonar í Snóksdal. Að
öllu athuguðu er þetta vandasam-
asta — og vanþakklátasta — hlut-
verkið í leikritinu, fjærst sögu-
legum fyrirmyndum, en næst
vissri manntegund síðari tíma.
Kom því vel á vondan, ef svo má
segja, að fá hlutverkið í hendur
bezta skapgerðarleikara landsins.
Verður heldur ekki annað sagt
en að Brynjólfur hafi leyst sig
sæmilega undan öllum vanda með
hóflegri túlkun á stórlyndum
skapbrigðamanni, stórbóndanum
Daða í Snóksdal. Önnur hlutverk
voru flest smá, og er þess þó að
geta, að Haraldur Björnsson lék
Arnfinn prófast, lítið hlutverk,
með festu og töluverðri kímni.
L. S.