Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 17
eimreiðin
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
] 69
lands og norðan á liðnu sumri fremur en flugslysið á
Vatnajökli, er ein af þremur millilandaflugvélum
vor Islendinga gereyðilagðist, til stórtjóns fyrir
samgöngur vorar við umheiminn. En að binda
beztu og fullkomnustu framleiðslutæki vor, nýsköp-
unartogarana svonefndu, í höfn út af rifrildi um kaup
°g kjör, sem reyndar virðist fremur pólitísk togstreita,
er sjálfskaparvíti, engum að kenna nema oss sjálfum.
Verkfall þetta hefur nú staðið á fimmta mánuð og
kostað þjóðina allt að 100 milljónum króna, þegar þetta
er ritað. Afkoma almennings, bæja og ríkis er af öllu
bessu enganveginn góð, svo sem skýrt var í ljós látið
af fiármálaráðherra ríkisins í framsöguræðu hans við
1. umr. fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 1951, á alþingi
13. fyrra mánaðar.
Eæða fjármálaráðherra við þetta tækifæri er jafnan
einn merkasti atburður hvers alþingis — og svo var
enn í þetta skipti. Þar gerir framsögumaður ítarlega
grein fyrir hag ríkisins, afkomu á liðnu ári og fram-
tiðarhorfum. Það sem einkennir þessa ræðu, eins og
ræður annarra fjármálaráðherra við sama tækifæri
a rnörgum undangengnum þingum, eru lýsingarnar
a ntþenslu ríkisins, sem er orðið virkur þátttakandi
1 svo að segja öllum atvinnugreinum landsmanna og
jafnframt í ábyrgðum fyrir rekstrarafkomu þessara
sÖrnu atvinnuvega. Enda átti ríkið útistandandi rúml.
85,5 millj. króna 31. dez. 1949 hjá ýmsum aðilum, þar
aI um 34 millj. kr. vegna smíði nýrra togara og báta
til útgerðar. Á sama tíma voru skuldir ríkissjóðs nál.
270 millj. króna. Ráðherrann gerði þá kröfu til þings-
ms í ræðu sinni, að fjárlögin yrðu afgreidd greiðslu-
ballalaus. Hann gerði og ráð fyrir ýmislegum sam-