Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 32
184
SÆMUNDUR FRÓÐI
eimreiðin
verið vígður af lionum. Auðvitað niundi þá Sigfús liafa sent son
sinn Sæmund til læringar í Bæ, en Hróðólfur fór alfari til Eng-
lands 1050 og skildi eftir klerka og kennara í Bæ. Sæmundur
var fæddur 1056 og mun varla liafa verið sendur í skóla þí>r
fyrr en hann var 16—17 vetra gamall, þ. e. 1072—73. Hinir nor-
mannisku kennarar og klerkar í Bæ hafa afráðið að senda hann
til Bec-skólans í Normandíu. Þeim liefur fundizt mikið til um
námsgáfur hans.
Hvað lengi hann liefur verið við nám í Bec, er ekki hægt að
segja. Ari segir í Islendingabók, að liann liafi komið iit fra
Frakklandi á dögum Sighvats Surtssonar, lögsögumanns, þ- e-
1076—83. Islenzkir annálar þrír segja, einn að hann liafi koini*'1
aftur 1076, annar 1077, þriðji 1078. Ef Sæmundur liefur verið við
nám í Bæ í 2 ár eða 3, þá hlýtur hann að liafa dvalið í Bec, að
minnsta kosti 4—6 ár, enda segir í jóns sögu lielga, að hann hafi
verið lengi á Frakklandi. Hefur hann þá komið út til Islands
1080 til 1082, en ekki 1078, eins og Halldór Hermannsson telur.
Hann nam þar astrologi —- svo var stjörnufræði þá kölluð,
eins og hún var kennd við háskólann í Cordova á Spáni, og kirkju-
lögfræði, enda leggur hann á ráð með Gissuri biskupi og Markusi
lögsögumanni. Þeir leita til hans, sem er fróðastur þeirra i
kirkjulögum.
Eini háskólinn í allri Evrópu á 9. og 10. öld var háskólinn i
Cordova á Spáni. Abd-er-Raliman, kalífi, gerði bæinn Cordova
að liöfuðborg Spánar 756. var reist mosque (kirkja) þar á stærð
við Péturskirkjuna í Róm og háskóli með kennslu í vísindurn,
sem voru óþekkt í Evrópu. Námsmenn frá öllum þjóðum flykkt-
ust að þessu mikla menntabóli. 1 liáskólanum voru 850 marmara-
súlur, og fór kennsla fram við hverja súlu, því Arabar vihlu
ekki kenna mörgum í einu.
Á 10. öld var svo mikill óþrifnaður í stórborgum Evrópu, að
hver drepsóttin á fætur annarri var afleiðing af honum. 1 Cordova
var allt tárhreint, skrautlegt og glæsilegt, livar sem var á litið-
Sterk áhrif þaöan breyttu mörgu til batnaðar út um Evrópu-
1 Cordova gátu Evrópumenn, nema Grikkir, kynnzt rituin
Aristotelesar og Platós í arabiskum þýðingum. Algebra og alkeiiu
eru arabisk orð. Þær vísindagreinar voru kenndar í Cordova, svo