Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 124
276
LEIKIIÚSIÐ
eimreiðin
en gefa öðrum þræði nánar gætur
að klassískum viðfangsefnum og
leikritum, sem taka vandamál líð-
andi stundar til meðferðar.
Það sem af er hafa leikendur
sýnt, að þeir eru starfi sínu vaxn-
ir á leiksviði, sem er stærra en
þeir áttu að venjast. Þeir hafa
tekið með sér kostina frá gamla
leiksviðinu og að vísu nokkra
ókosti, helztan þann, að taltækni
er í sama ólagi og áður og radd-
beiting áberandi fálmandi og
óviss. Það dregur ekki úr glund-
roðanum í þessu efni, að þegar
hafa kvatt sér hljóðs raddir,
þjálfaðar í enskum leikskólum,
sem brjóta í bág við skilyrðis-
iausa kröfu íslenzkunnar um það,
að kveðið sé skýrt að hverju at-
kvæði í mæltu máli, en ekki hlaup-
ið á orðum og heilum setninga-
hlutum eftir tilfinningamagni
ræðunnar. Hér var leikur Bald-
vins Halldórssonar til vitnis í
Óvænt heimsókn og að nokkru
leyti Hildar Kalman. Ræða Ind-
riða Waage var hinsvegar til
fyrirmyndar og öll meðferð hans
á hlutverki lögreglufulltrúans hin
athyglisverðasta. Sá rismikli leik-
ur bætti manni að nokkru von-
brigði út af sviðsetningu leiksins,
því að hér var tækifæri fyrir leik-
stjórann, Indriða Waage, til að
nota tæki hins stóra leiksviðs,
einkum ljós, til undirstrikunar á
sálfræðilegu efni leiksins. En úr
því að sá kostur var tekinn, að
sýna manni inn í stofuna til
enskrar fjölskyldu, til hvers var
þá arinninn fremst til vinstri á
leiksviðinu? Engin persóna leiks-
ins virti hann svo mikið sem við-
lits, eða var miðstöðvarkynding í
húsinu og arinninn upp á skraut?
Ég er ekki jafn kunnugur á
amerískum heimilum, en hjá
Pabba var líka arinn og alveg
umbúðalaust upp á skraut. En
maður hefur grun um, að Amer-
íkumenn fylgist betur með tím-
anum en hinir íhaldssömu Eng-
lendingar, lika í hitunartækni,
svo að þar varð manni ekki star-
sýnt á þessa heimilisprýði. Aftur
þótti manni nóg um lofthæðina i
þessu ameríska húsi, og undii'-
strikaði hún fyrir sitt leyti svip-
aða tilfinningu og getur gripið
mann fyrir framan stóran mynd-
flöt, sem fylltur er örsmáum, fín-
um dráttum á impressionistíska
vísu. En það er einmitt slík
mynd, sem leikstjórinn, Lárus
Pálsson, hefur brugðið upp af
heimilislífi hinnar rauðhærðu fjöl-
skyldu. Efni leiksins er svo sem
ekki neitt, ef ekki má skoða leik-
inn frá upphafi til enda í ljósi
andstæðnanna karl og kona. I
þeirri hjónabandsdeilu hallaði
heldur á heimilisföðurinn, Alfred
Andrésson, þótt hann neytti allra
persónutöfra sinna. Frúin, Ingu
Þórðardóttir, stakk hvað eftn'
annað eiginmanni sínum í pils-
vasann, og er hún nú leikkona,
sem vert er að gefa nánar gætur.
Með mikilli eftirvæntingu hefui'
þess verið beðið, að Þjóðleikhúsið
sýndi fyrsta íslenzka leikritið a
starfsárinu, en það er Jón biskup
Arason eftir Tryggva Svein-
björnsson, og var það frumsýnt
á ártíð Jóns biskups, 7. nóvembei’
á þessum vetri.
I hinum fámenna hópi íslenzkva
leikritahöfunda hafði Tryggv'
Sveinbjörnsson þá sérstöðu, að