Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 89
eimreiðin.
FRÁSAGNIR JÓNS AUSTKJÖRÐS
241
leiSangri þetta sinn. Þótli mér maðurinn hetjulegur, mikill vexti
nieð glæsibrag. Hann var faðir Ragnars Stefánssonar, majórs í
Bandaríkjalier liér á landi, sem mörgum er kunnur.
, Lægði nú veðrið smátt og smátt, og komumst við leiðar okkar
til Færeyja. Þar urðum við að Hggja um viku og fá viðgerð á
skipinu, svo að sjófært yrði til Islands. Eftir það héldum við
þangað, og gekk ferðin hið bezta. Samkvæmt boði skipstjóra
yfirgaf ég skipið á Eskifirði, og lauk með því fyrstu millilanda-
ferð minni. Mun ég þá liafa verið 18 ára að aldri.
1 þann tíma liafði Thor Tulinius gengist fyrir stofnun Dansk-
tslenzka fiskveiðafélagsins. Ætlunin var að stofna fiskveiðar við
ísland. Voru í þeim tilgangi smíðuð tvö skip í Noregi, nefnd:
Leif og Erik, er voru 60—70 smál. að stærð. Réðist ég um vorið
sem liáseti á Erik. Um sumarið kom í ljós vansmíð á skipinu —
leki, sem varð að fá lagfæringu á í Noregi. Á skipinu voru 20
tnenn, þar af meiri liluti Norðmenn. Voru margir þeirra af-
skráðir í Noregi, mest sökum óreglu, en í skarðið komu Fær-
eyingar — en til Færeyja fórum við með ís frá Noregi til að
frysta beitu. — Fiskveiðafélag þetta mun liafa farið á höfuðið
Ulíl haustið þetta sama ár. Varð ég þá enn að snúa snældu minni.
Gerðist ég þá smíðanemi í bátasnu'ðastöð á Eskifirði, sem þá
Var stofnuð og síðan rekin tvö ár af Albert Clausen frá Borg-
Uildarhó]mi. Giftist h ann um þessar mundir íslenzkri konu og
^ór nieð liana til Borgundarhólms. Hafa þau bæði lifað þar til
skainms tíma og ekki komið til Islands á þessu tímabili.
A bátasmíðastöðinni var ég tvö ár — skyldi vera þrjú til
fullnáms — og hafði um 50 kr. kaup á mánuði. Hafði ég gott
af því námi síðar, þótt aldrei yrði því lokið. Hafði ég nú eignazt
konu og dóttur og mátti því ekki fella liendur í skaut. Réðist
eg enn til sjóferða. Komst út til Noregs og gerðist háseti á norsku
flutningaskipi, er liét Hillevog, keypt af liinu nýstofnaða Thore-
félagí^ gem um tíma liafði talsvert af skipum í förum til flutn-
hæði liér með ströndum fram og til útlanda. Hillevog var
eitt með fyrstu skipum félagsins. Það var skírt upp og nefnt
Reydar — af Reyðarfirði. Var ég á því áfram, fyrst í millilanda-
'ferðuni og síðan við síldveiðar um sumarið. Ekki veiddum við
henia um tvö þúsund tunnur. Um liaustið strandaði Reydar og
e)ðilagðist í Borgarfirði eystra. Var ég áður kominn af skipinu
16