Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 59
EIMREIÐIN
Perlan.
Það var fyrir 30 árum. Ég, daladrengur, var staddur á sjávar-
sandi. Öldurnar gjálfruðu nijúklega við ströndina. Loftið var
Ijómandi lireint. — Dulrödd Iivíslaði: — Leitaðu að perlu, og
þú finnur liana. -— Sandurinn var fjöllitur og fagur. Ég lagðist
a kné og hóf leitina, gróf fingurna í sandinn mjúka. Tíminn
íeið. Ég leitaði meira en eina klukkustund, meira en tvær
stundir. Ég sá einkennilega steina, en enga viðhlítandi. Loks
eygði ég lítinn stein, sem vakti athygli mína. Hann var lítið
stærri en byggkorn, nærri linöttóttur og minnti á hjöllutegund,
sem breytzt liafði í perlu, hvítur, með móleitum, örlitlum dopp-
11,11 °g gljáfágaður. Svo var hann harður, að gler markaði hann
auðveldlega.-------Litlu síðar lá leið mín til Reykjavíkur, og
Lafði ég perluna með mér í pússi mínu.
Líklega liafa gullsmiðir helzt vit á verðmæti steins þessa,
nokkuð er, liugsaði ég, fávís farandsveinn. Ég liitti gamlan
°S gráhærðan gullsmið, sem Dal nefndist. Dirfðist ég að sýna
l'onum steininn. Rak liann upp undrunaraugu og innti mig um
uPpruna steinsins. Svaraði ég því samvizkulega.
' Þetta er demant, sagði liann, er hann hafði prófað stein-
11111 • ■— Má ég atliuga hann?
~ Já. Hann fór hurtu með steininn. Stund leið. Svo kom
^ann aftur.
— Þetta er merkilegur steinn, sagði Dal. — Öðru megin á
ú°nuni er mannsmynd, en liinu megin krossmark. Svo mælti
11 i1111 ganili, reyndi gullsmiður. — Yar hann með öllu viti — að
Segja þetta, eða var hann að gabba mig?
— Ég sé hvorki rnann né kross í steininum, tautaði ég.
Ekki get ég gert að því, tautaði öldungurinn, ■— en svona
er það nú eigi að síður.
- Hvað haldið þ ér að steinninn sé mikils virði?
Ég get ekki ákveðið það. Gimsteinar eru verðlausir á Is-
jandi. Ef til vill mætti fá mikið fé fyrir steininn, en ekki á
Islandi.