Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 19
eimreiðin
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
171
r0eðu sína við 1. umr. fjárlagafrumvarpsins fyrir árið
1951. Annar samskonar sjóður á að myndast gegn
4 millj. dollara óafturkræfu framlagi, sem íslenzka
nkið fær frá Greiðslubandalagi Evrópu, en það er til
°rðið með stuðningi Marshallstofnunarinnar. Mót-
virðissjóðir þessir verða a. m. k. um 150 millj. króna,
°g eru þegar á döfinni bollaleggingar um, að taka
þessa sjóði eða hluta af þeim að láni til sömu fram-
kvæmdanna og verið er að styrkja með Marshallfé.
Þá er verið að undirbúa tvær stórframkvæmdir enn
1 viðbót, byggingu áburðarverksmiðju og sementsverk-
smiðju. Mun vera ætlunin að taka lán og fá framlög
Þ1 þessara framkvæmda einnig, af Marshallfé eða
frá Greiðslubandalagi Evrópu. En Marshallhjálp mun
eiga að hætta innan tveggja ára, eða svo hefur verið
gert ráð fyrir. Hefði verið vænlegra, að þessar verk-
smiðjur hefðu verið reistar fyrr, fyrir það Marshallfé,
sem er búið að eyða í annað. En of seint er að fárast
urn það, sem liðið er. Hvorttveggja eru þettanauðsynja-
framkvæmdir. En það er svo margt, sem þarf að fram-
kvæma í þessu landi, og það er glapræði að ráðast í
meira en þjóðin er fær um. „Festina lente“, flýttu þér
kægt, er heilræði, sem allir hafa gott af að íhuga. Og
Ung og fámenn þjóð, sem byggir allar sínar fram-
kvæmdir á lántökum æ ofan í æ, kann ekki fótum
smum forráð. Horfurnar eru slíkar nú, eins og fjár-
rnalaráðherra lýsti svo ítarlega í áðurnefndri ræðu
sinni, að gæta þarf hófs, ef vel á að fara.