Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 100
252
ÚR DACBÓK PÉTURS MOEN
eimreiðin
Ég fékk vitrun í (lraumi í nótt. — Ég lieyrði sagt: „Þetta fer
alll vel“. — Ó, ef ég gæti treyst því! Voru þetta boS frá þér,
mamma mín?“
Næsti kafli er skrifaður liinn 19. maí sama ár. Þá liefur Peter
Moen verið meira en þrjá og liálfan mánuð í fangelsi.
Hinn 21. apríl hafft'i hann verið fluttur milli klefa. Úr klefa
D 2, þar sem liann var alla tíð einn, og í klefa D 35, þar sem
Iiann liafði tvo sambýlismenn. Fyrsta mánuðinn eftir að liann
fluttist í þann klefa, ritaði liann ekkert, en ég birti hér fvrsta
dagbókarþáttinn, sem hann ritaSi í klefa D 35, og veit ég, að
allir merkja breytinguna, sem orðin er á manninum þessa erfiðu
þrjá mánuði. Kaflinn er þannig:
Föstudaginn 19. maí: „Fyrir fjórum vikum síðan var ég flutt-
ur hingað úr eins manns klefa mínum, eftir 75 daga dvöl þar.
Þessir 75 dagar munu ætíð lifa í minningunni í sérstöku
Ijósi. — Ég gleymi því aldrei, hve mér fundust dagarnir langir-
Ég gleymi aldrei einverunni, angistinni og kvíðanum. Kvíðinn
og áhyggjurnar um framtíð mína og líðan konu minnar og
vina minna ýtti á eftir mér með að reyna að feta í fótspor feðra
minna á vegum trúarinnar. — En ég verð að játa það með liryggð*
að tilraunin gaf neikvæðan árangur. Ég fann enga sönnun fynr
trúnni og fékk enga fullvissu um það, að nokkur guð talaði til
mín eða í mér. — Ég átli óskina um að þetta væri svona, en
slík ósk og von er skiljanleg út frá þránni til að öðlast styrk
í lífsbaráttunni og er blönduð eigingirni. — Ég verð að viður-
kenna það, að þessi heiðarlega tilraun mín leiddi mig aftur a
mínar fornu slóðir. Ég komst að sömu niðurstöðu og undanfarm
20 ár: Það er enginn sannleikur til fyrir utan manninn. AIÞ
er upprunnið lijá manninum sjálfum, og þetta gildir líka uiu
allar liugsanir um guð og lilveru lians“.
Á þessum döpru alvöruorðum endar þessi dagbókarkafli.
Næst koma nokkrir dagbókarkaflar liér og þar úr bókinni,
og er þá komið langt fram á sumar, er hann ritar þá síðustu. —
Enn breytist það, sem liann færir í letur.