Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 76
228
SKRÚÐUK
EIMREIÐIN
fóru að stunda fiskveiðar frá Vattarnesi. Fengu þeir ofl ieyfi
til veiða í Skrúð og notuðu liáf. Tók þá landinn upp sömu að-
ferð, þar sem þeim fannst liún mundi fljótvirkari. En það heyrði
ég góða veiðimenn með gömlu aðferðinni draga í efa, því fugl-
inn lærði fljótt að varast liáfinn, þar sem liann var notaður dag
eftir dag, þótt fyrst hefði mátt leggja hann yfir fuglinn á hill-
unum og draga liann þannig unnvörpum.
Eins og drepið er á hér að framan, er ógrynni af fugli 1
Skrúð. Mest her þá á öllum tegundum svartfugls, auk ritu, fýi®
og súlu. Fram yfir s. I. aldamót sást þó aldrei fýll í Skrúð, en
nú á síðustu áratugum hefur lionum mjög fjölgað, og er liann
nú farinn að leggja undir sig hól, sem áður voru alsetin öðrum
fugli. Sama er af súlunni að segja. Hún hefur eigi sézt í Skrúð
fyrr en 4—5 seinustu árin. Nú telja kunnugir, að s. 1. sumar
muni liafa orpið þar 75—100 súlur. Eigi munu þeir, sem veiði-
rétt eiga í Skrúð, fagna þangaðkomu fýlsins. Virðist liann vera
liinn mesti yfirgangsseggur og flæma á burt sér meiri nytjafugla
af þeim stöðvum, sem hann vill taka sér bólfestu. Einnig verpii'
þarna talsvert af mávum. Þessir fuglar, sem hér hafa verið
nefndir, eru þeir, sem kalla má að séu staðbundnir í Skrúð',
eða verpi þar á liverju ári. En margar fleiri fuglategundir konia
þangað til varps, ár og ár í senn. I kvæði því, sem um getur hér
að framan, eftir séra Ólaf Indriðason, segir liann um fuglalífi^
í Skrúð:
Þar er hufsúla og már,
þar er liaftirðill smár,
þar eru lirafnar og lundar og skarfar,
þar er æður og örn,
þar sín ótal mörg hörn
elur svartfugl og skeglurnar þarfar.
Skal engum getum að því leitt, livort allar þessar tegundm
fugla hafa nokkurntíma orpið í Skrúð. En auk þeirra, sem ég
hef hér að framan talið staðbundna þar, lief ég fundið þar
hreiður eftirtaldra: Fálka, lirafna, teistu, máríuerlu, sólskríkjiR
kríu, litlutoppandar og æðarfugls. En þó munu sumir þessii
fuglar vera mjög fátíðir þarna.
Meðan nóg fólk var í sveit, var ætíð mannmargt á Vattar-
nesi, en undir þá jörð liggur Skrúður, enda var þar alltaf tvi-