Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 113
eimreiðin
MÁTTUR MANNSANDANS
265
um vottum, svo sem skarpvitrum lögfræðingum og þjálfuðum
vísindamönnum, sem hafa verið viðstaddir sumar þessar tilraunir.
Meðan liæst stóðu loftárásirnar á London í síðustu styrjöld, gerði
ég umfangsmikla og kostnaðarsama tilraun með að láta einn
slíkan lijúpfara sækja ákveðinn lilut á svæði eitt í borginni, sem
varð illa úti af sprengjunni V 2. Sú tilraun sannaði, okkur til
skelfingar, að astral-líkami konunnar, sem tilraunin var fram-
kvæmd á, varð í raun og veru fyrir einni af þessum V 2 sprengj-
um. Föt liennar, þar sem liún sat dásvæfð í tilraunaherberginu,
urðu ólirein, ötuð grómi og sandryki, andlit hennar og líkami
atað sóti og óhreinindum. Hún var í útliti eins og kolavinnslu-
maður, nýstiginn upp úr námu. Mér varð þetta harla ntikilvæg
sönnun þess, að astral-líkaminn lieimsækir í raun og veru þá
staði, sem honum er beint til, kemst þar í snertingu við um-
hverfið og flytur með sér til baka sveiflur frá staðnum, þar sem
hann liefur verið að starfi.
Eftir því sem mannleg vitund nær meiri þroska, kemst liún
í snertingu við æ liærri og liærri sveiflur. Slík snerting gerist
fyrir meðalgöngu astral-líkamans. Hann er í móti holdslíkamans,
en úr fíngerðara efni, ósýnilegu líkamssjónum manna. Líffæri
hans svara til líffæra holdslíkamans, þegar þau eru að starfi,
en þegar astral-líkaminn er í hvíld, líkist hann einna lielzt stóru
eggi, gullnu að lit. Þar af stafar orðið í heilagri ritningu: gull-
skálin. Hæfileikinn til dulskyggni býr í „auga“ astral-líkamans
°g hæfileikinn til dulheyrnar í „eyra“ hans. Til þess er vitnað
1 hiblíunni, þar sem segir, í Lúk. XI, 34: „Þegar auga þitt er
e^tt,1) þá er allur líkami þinn í hirtu“. Með öðruni orðum: sé
ntaður gæddur astral-skyggni, eykur það manni hamingju, vizku
°g hugljómun. Astral-líkaminn flytur sjálfsveru sinni ge&shrœr-
l'igar, og þess vegna er hann líka oft nefndur geðlíkaminn. Sér-
hvert tilverusvið lýtur sínum sveiflum og vitundarstigi. Holds-
h'kaminn samhæfist efnisheimum, astral-líkaminn geðheimum og
eterlíkaminn hugheimum. Hér vildi ég mega beina athygli les-
andans að mjög eftirtektarverðu atriði í sambandi við útrás
tilfinninga eða geðshræringa. Holdslíkami vor er búinn vissum,
x) Gríska orðið ÚjiAouc; er liér ranglega þýlt með orðinu heilt í íslenzku
hiblíuþýðingunni, en í cnsku biblíuþýðingunni stendur orðið single. — Þýti.