Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 30
182
SÆMUNDUR KRÓÐI
EIMREIÐIN
Rufus liafði lagt undir sig tekjur erkibiskupsstólsins, meðan
erkibiskupssætið stóð autt, og vildi ekki skila þeim. Varð nu
löng og liörð rimma. Rufus varð að lata undan, því páfinn studdi
Anselm.
Leifar af handritasafninu í Bec eru enn til. Handrit og afrit
voru þá einu bækurnar, sem menn liöfðu að lesa og læra. Sum
eru talin vera 11. aldar liandrit. Sæmundur fróði lagði sig eftir
sögu, tímatalsfræði, ættfræði og stjörnufræði. Handrit uni
þau fræði í Bec, sem voru til á bans dögum, mun bann hafa
lesið eða liandleikið. Arabisk nöfn á stjörnum eru enn notuð
og arabisk tákn, 1, 2, 3 o. s. frv., í staðinn fyrir rómversk tákn,
1, II, III, voru þá að flytjast út um Evrópu frá liáskóla Araba
í Cordova á Spáni. Kristnir menn kölluðu þetta gablra. Gerbert,
manna lærðastur á Frakklandi um árið 1000, lærði á Spáni bja
Aröbum og var kosinn páfi. Sögurnar um galdrakyngi hans voru
sagðar um alla Italíu og bárust þaðan út um Evrópu.
Sæmundur mun bafa flutt með sér til Islands galdrasöguna af
Gerbert, — er nefndist Sylvester II í röð páfanna í Róm — °r
fleirum, er numið böfðu bjá Aröbum vísindi. Svo velur þjóðtruin
úr þeim sögum, íslenzkar þær og lætur Sæmund sjálfan kunna
svo nefnda galdra, að „andskotinn og árar lians“ eru vikadrengtf
hans, þora ekki annað en blýða lionum, á landi og sjó. Kirkjan
lét það afskiptalaxist, því Sylvester II., páfi, var ennþá göldróttan
en Sæmundur. Svartiskóli var hinn mikli arabiski liáskóli 1
Cordova. Hin ókunnu fræði og vísindi, sem voru kennd þar, vorn
í augum manna í Evrópu óskiljanleg, þ. e. galdrar.
Veturinn 1077 til 1078 stóð Hinrik IV., Þýzkalandskeisari, 3
daga berfættur í snjónum fyrir utan ballardyrnar á Canossa a
Norður-Italíu til þess að fá Gregor VII., páfa, til að leysa sig af
banni. Gregor sat þar hjá vinkonu sinni Mattbildi frá Toskana.
Leysti hann keisarann af banni eftir 3 daga og 3 nætur.
Sæmundur fær að vita hjá kennurum sínum í Bec Iivermg
liið æðsta veraldlega vald verður að auðmýkja sig við fótskor
páfans. Fyrstu biskupar Islands, Isleifur og Gissur, stjórnuðn
Islandi eins og konungar, eftir fordæmi Gregors páfa.
Allar heimildir um Sæmund segja, að liann liafi numið nam
á Frakklandi, en ekki livar, nema einn annáll segir: í Paris'
Sá annáll er ritaður, þegar Parísarbáskólinn bar ægislijábn yfir