Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 22
174
SAMVIZIvUSEMl
EIMREIÐIN
Maðurinn úr Lónunum var auðsjáanlega órólegur — á smn
hátt. Ekki svo að skilja, að flas og fum væri á lionum, en hann
ráfaði fram og aftur, — gat ekki setið kyrr, því síður lagt sig
út af hjá hestunum og sofnað eins og þeir, eftir erfiða vökunott.
Þetta var myndarlegur, þrekinn maður, góðlegur á svip °S
sennilega um þrítugt að aldri, með Ijóst yfirskegg og blíðleg, bla
augu. Þótt ég væri ekki viðkvæmur á þeim árum, vorkenudi
ég honum. Ég liafði svo einstaklega góðan tíma til að hugsa uin
hann og það, sem hann átti við að stríða.
Loks gaf ég honum bendingu eitt sinn, er liann gekk fraxn
hjá glugganum þar sem ég sat -— og hann kom inn í búðina.
Hann nam staðar fyrir utan búðarhorðið, leit á mig, þar sem
ég sat við púlt bókarans, með pennastöng hangandi á eyranu,
eins og þá var tízka, og stóra bók fyrir framan mig — eins og
ég hefði verið önnum kafinn við skriftir. Svo renndi maðurinn
augunum yfir búðina, um hillur og skápa, um potta og pönnur,
sem héngu niður úr loftinu. Hann leit á tunnur og önnur ílat’
er stóðu á gólfinu, á brennivínstunnuna stóru með lekahyttuuín
allt atliugaði liann í snatri, en þó ekki óðslega. Svo leit liann
á mig aftur.
— Hvað viltu? spurði liann, — ég lield að ég þurfi ekkert
að taka út lijá ykkur núna. Ég er að bíða eftir meðulum. Hann
talaði liægt og lágt, en röddin var þó sterk. Ég sá nú, að maður-
inn var afar sterklega vaxinn og kraftalegur, augun mihl og
þreytuleg.
-—- Þú liefðir getað lagt þig, sagði ég. Ertu ekki syfjaður?
Þið liafið verið á ferðinni í nótt.
— Ég lief blundað við og við í dag, sagði hann, -— þar sem
ég lief setið. Þetta er löng bið, og ég bjóst ekki við, að hann
yrði svona lengi að taka til meðulin.
— Hann er það stundum, sagði ég.
— Hún var svo mikið veik, að ég er ekki rólegur, sagði
hann, eins og hann væri að afsaka sig fyrir óðagotið.
— Ekki er nú hægt að sjá á þér neina óþolinmæði, sagði
ég, — en liver er veik?
— Konan, sagði hann og leit út um gluggann, -— alveg fárveik-
Ég skil hara ekki, livað lengi liann lætur mig ln'ða eflir meðul-
unum.