Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 90
242
FRÁSAGNIR JÓNS AUSTFJÖRÐS
EIMREIÐiN
og dvaldi þá lijá konu og börnum heima á Eskifirði. Næstu
tíma var ég ýmist á landi eða sjó, utan lands og innan.
Árið 1907 eða 8 kom eitt af skipum Thore-félagsins, Mjölnir,
til Eskifjarðar og skyldi fara með fisk suður til Miðjarðarliafs-
landa. Vantaði tvo liáseta á skipið. Gripum við tveir Eskfirð-
ingar tækifærið: Helgi Jónsson frá Sellátri og ég, og réðum okkur
á skipið. Fyrir var einn Islendingur: Sören Valentínusson, Breið-
firðingur. Annars var áhöfnin dönsk. Lagt var til liafs frá Eski-
firði 27. nóvember. Eftir 7 daga barning gegn ofviðri og storsjo
komumst við til Skotlands. Þar voru tekin kol til ferðarinnar.
Vatn fengum við í Gibraltar og sigldum svo inn í Miðjarðarhaf,
fyrst áleiðis til Barcelona á Spáni. Á þeirri leið varð ég fynr
illu áfalli. Skipstjórnarmenn höfðu verið að athuga kolabirgðir
skipsins og annað tveggja gleymt eða ekki skeytt um að loka
,,lúunni“ á þilfarinu. En í myrkrinu kl. 4 nóttina eftir, er eg
var á vakt og þurfti skjótlega að erinda eitthvað, bar svo tib
að ég rasaði um lilerann og steyptist á höfuðið niður um opið-
Fallið var 6—7 metra liátt. Kom ég á liöfuð og lierðar niður
í kolabing — liallandi mylsnuhrúgu — og bjargaði það nier
frá bráðum bana. En meðvitund missti ég og hjóst allmjög a
Iiöfði og nefi. Ber ég þess merki enn í dag. Enginn læknir var
á Mjölni, og var því lítt gert að meiðslum mínum, unz við komutn
til Barcelona, 4 klukkustundum síðar. Var ég þá fluttur til sára-
læknis. Næstu 9 daga, meðan losað var allmikið úr skipinu’
gekk ég til læknis þessa. Að þeim tíma liðnum var ég gróinn
sára minna að kalla og vel á vegi með að ná mér eftir þessa
byltu. Með liinn liluta farmsins fórum við svo til Genova a
Italíu og losuðum þar. Fengum við þar vitneskju um, að við
ættum að taka saltfarm í skipið til baka í Trafan á Sikiley-
Munum við liafa komið þangað í febrúar. Veður var dásamlegt
með sól og blíðu, og þótti okkur félögum fagurt um að litast
á láði, legi og í lofti. Sunnudagur var að morgni, og hugðum
við gott til landgöngu og kynningar á landi og lýði. Fórum við
í land úr hádeginu. Allhátt í fagurgrænni fjallshlíð í suðvestri
sáum við mikla, hvíta múrveggi. Var okkur sagt, að þetta vaeru
múrveggir liinnar fornu Palermó-horgar. Hefði landið lyfzt þetta
úr sjó á liðnum tíma. Vildnm við gjarna vinna okkur það tií
frægðar að skoða þessar fornu minjar. Lögðum við af stað