Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 83
eimreiðin
GLATAÐ TÆKIFÆRI
235
Ég skynjaði allt í einu lilutina meft' napurlegu raunsæi, varð
ófreskur, læs á rúnaletur lífsins. Inni í málmkúlunni var af-
sprengi guðsmyndarinnar, sem klæddist lioldi og blóði á ár-
dögum. Þarna kvaddi mannkynið sér hljóðs, liver þjóð, mótuð
í deiglu nútímamenningarinnar, með vísindi og bókstafskreddur,
báskólamenntun og eldhúsþvaður, oddborgaraskríl liraðans og
glaumsins.
Þarna liáðu þjóðirnar lijaðningavíg með eldspúandi skriðdrek-
tnn og bríðskotarifflum. Flugvélasprengjur féllu úr loftinu, —
það var ,,manna“ brauð kristinna mauna. Á knæpum var mann-
vitinu drekkt; í spilavítum var teningum varpað: sáliu lögð að
veði fyrir gylltan málm. Ljósberar kærleikans voru liraktir úr
gótu, grýttir eða krossfestir. ■—• Gömul saga, sem alltaf er ný.
Tvær sterkar stoðir mynduðu anddyri að bnettinum. Ég þekkti
leyndardóma Jjeirra: Ef ég styð böndunum á þessi útflúruðu,
glæsilegu listaverk, fórna ég lífi mínu, — en um leið brvnur
811 byggingin í rústir, linattkúlan æðir stjórnlaus um bimingeim-
lr*n, tætist í sundur, molnar mjölinu smærra. Og mannkynið
gjoreyðist, verður að einskisverðu dusti.
Ég fór hiklaust inn í súlnagöngin, beit á jaxlinn, fálmaði eftir
otattarstólpunum — en varð þess vís, að einhver stóð að baki
otér. Ég leit við, sá engan, fann þó kynngikraft, eins og daufar
fafsveiflur, frá þessari ósýnilegu veru. Og í eyrum mínum bljóm-
aði svanasöngur nýrra vona, breimþýður, bjartur og fagnandi:
„Haf8u biðlund, bíddu“.
Ég lilustaði heillaður á þessa undurfögru rödd, bikaði við
hamkvæmdir. Um leið rann ofurmannlegt almætti mitt út í
sandinn. Ég var aftur umkomulaus maður, liggjandi milli rekkju-
v°ða, leiksoppur eigin örlaga. — Og þetta lirikalega tækifæri,
til að losa mannkynið við ])á smán að lifa, var ekki lengur til.
Sigurjón frá Þorgeirsslöftinn.
Lausn á indverskri skákþraut (sjá bls. 177).
1. H—dl g5—g4.
2. B—d2 B færður.
3. B—a5 tvöföld skák og mát.