Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 92
244
FRÁSAGNIR JÓNS AUSTFJÖRÐS
eimreiðin
aftur. lleis ég þó fljótt á fætur og sá, að ég liafði lent út a
steinlagða stétt, er lá einmitt meðfram skipakvínni! Gægðist
ég þá inn fyrir og kallaði til förunauta minna: — Komið þiú
fljótt, piltar! Ég er búinn að finna höfnina. Ruddu þeir ser
leið, von bráðar, út úr þvögunni, og komumst við allir leiðar
okkar. Og fegnir urðum við eftir þenna þvæling að skreppa
inn í veitikrá á liafnarbakkanum og fá okkur eina flösku af
„muskapell“ — léttu ávaxtavíni —- til liressingar áður en við
stigum á skip. — Lauk svo þessari landgöngu. Segir ekki meira
af dvöl okkar í Palermó. Tókum við salt í skipið, eins og
ákveðið var, og sigldum síðan beimleiðis um Njörvasund og
norður Atlantsliaf nokkrum dögum síðar. Til Islands náðum
við seint í marz. Á Isafirði fórum við þremenningarnir af Mjölnu
og sneri bver beim til sín.
Þetta var fyrsta Spánarferðin mín.
Ummæli eftir Sören Kierkegaard.
Ég tala helzt við l>örn, því um þau er þó hægt aði vona, aiV þau einhvern
tíma vitkist. En guð varðveiti niig fyrir þeim fullorðnu, sem sagðir eru
komnir til vits og ára!
* *
Snillingarnir eru eins og þruman. Þeir æða móti storminum, skelfa nienn-
ina, hreinsa loftið.
•:t * *
Það kom eitt sinn fyrir í leikhúsi eiuu, að kviknaði í leiktjöldunum-
Trúður kom fram á sviðið til þess að skýra leikhúsgestunum frá þess11-
Þeir héldu, að þetta ætti að vera fyndni og klöppuðu. Ilann endurtók að
vörun sína, en þeir klöppuðu því meira. Þannig hygg ég að heiniurinn
tortímist, við sjálfbirgingsleg fagnaðarlæti fólksins, sem lieldur, að toi
tímingin sé fyndni.
* *
Eitt er að þjást, annað að verða prófessor í þjáningum þess, sem þjáðist-