Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 81
eimreiðin
SKRÚÐUR
233
leysingjum. En hvaða grimmdarverk er til, sem æstur veiðimaður
getur ekki framkvæmt? Litlu austar en Stighellir, rétt vestan
Mndir Sauðakambi, heitir Sandbás eða Svartaskot öðru nafni,
en beint upp af því, langt uppi í berginu, Sandbotn.
Það er góð skemmtun liugsandi manni að dvelja dagstund
1 fögru verði úti í Skrúð á þeiin tíma árs, sem mest er þar af
fugli. Hvert sem auga er litið er allt fullt af fugli. Bjargið er
niorandi, bver stallur og snös, sem hægt er að tylla fæti á. Loft
°g sjór eins. Þegar logn er, sýnist sjórinn allt í kring, svo langt
sem sést, eins og svartar slæður væru breiddar á livítan dúk.
Stór svæði eru þakin fugli, sem berst aftur og fram með straumn-
uin og bíður eftir liggjandanum, til að taka fæðu á. tJr bjarginu
teyrist óslitinn kliður, þar sem þúsundir fugla þreyta söng sinn.
Má þar beyra allskyns tóna, allt frá dýpstu og dimmustu tónurn
drunnefjunnar til bæstu skrækja ritunnar. Seley, Andey, Æðar-
sker og Papey blasa og við sjónum manna, auk allra fjallgarða,
sem aðskilja Austfirði, milli Gerpis og Vesturliorns. Einnig mörg
lúnna fegurstu fjalla inn til landsins.
Þetta er nú orðið lengra mál en ég ætlaði mér í uppliafi. Ég
l'afði hugsað mér að skrifa aðeins stutta lýsingu af Skrúð og
8eta jafnframt ýmsra ævintýra, sem þar liafa gerzt og enn lifa
1 minnuni manna. En við nánari atliugun taldi ég réttara að
íelja upp öll örnefni í honum ásamt yfirliti um legu þeirra.
^leð vaxandi fólksflutningum eru öll örnefni að gleymast og
I'verfa úr sögunni. Vildi ég með þessum línum gera tilraun til
að bjarga örnefnum í Skrúð frá gleymsku, en ég tel þau í mikilli
slíkri liættu, þar sem nú er með öllu hætt að nytja hann.
Ég liygg, að liver sá, sem fer út í Skrúð með það fast í minni,
sein liér er skráð, geti fundið þar öll örnefni, ef liann aðeins
þekkir áður lendingarstaði ]iar.