Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 11
eimreiðin
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
163
í þeirri viðureign lagt eins mikið í sölurnar og Banda-
Eikjaþjóðin.
Innrás Norður-Kóreumanna í Suður-Kóreu hefur
leitt yfir þjóðina óumræðilegt böl og valdið tjóni,
sem ekki er unnt að meta. Allt þetta var hægt að
koma í veg fyrir með því að leggja ágreiningsmálin
lyrir þing Sameinuðu þjóðanna, og þar var þjóðinni
heimilt að taka sæti í samfélagi frjálsra þjóða, undir
eins haustið 1945, eftir að síðustu heimsstyrjöldinni
lauk, ef hún aðeins hefði þekkt sinn vitjunartíma.
Þjóðin var þá búin að vera undir stjórn Japans um
40 ára skeið, og það voru Bandaríkin, sem frelsuðu
hana undan því oki. Þegar svo Öryggisráð Sþ. ákvað,
hinn 25. júní síðastliðinn, að grípa til ráðstafana og
veita Suður-Kóreumönnum hernaðarlega aðstoð til
þess að halda uppi lögum og rétti og tryggja þannig
friðinn í heiminum, þá urðu það aftur Bandaríkin,
sem fyrst komu til hjálpar í nafni Sameinuðu þjóð-
anna.
Síðan hafa flest ríki Sameinuðu þjóðanna lagt eitt-
hvað af mörkum til hjálpar í Kóreu. Stærri þjóðirnar
kafa látið í té herstyrk, sumar þær smærri einnig,
aðrar hafa lagt fram hjúkrunartæki, meðul, matvæli
°- s. frv. íslenzka ríkið hefur lagt fram 115 smálestir
aI lýsi, sem á að geta orðið þúsundum kóreanskra
karna fjörgjafi á yfirstandandi vetri. Allt er gert, sem
unnt er, til að bæta það, sem bætt verður. En máttur
kinna tortímandi afla er mikill, og enn geisar styrjöld
1 Kóreu. Enn er ekki úr því skorið, hvort Sameinuðu
þjóðirnar, þessi veldisstóll veraldar, sem vonir mann-
kynsins um frið á jörðu eru tengdar við, kafna undir
ftafni eða reynast hlutverki sínu vaxnar.