Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 145
eimreiðin
RITSJÁ
297
van. Ari, elzti soiiur Jóns, var kos-
inn lögmaður 1529, rétt fyrir innan
þrítugt, en hefrti verið tæplega
tvítugur, ef faðir ltans liefði verið
fæddur 1484. Jón ltefur þá kvongazt
Helgu 1499 og Ari fæðst 1500. Alls
ótnögulegt var að kjósa tæplega tví-
tugan mann í lögmannsemhætti.
Guðbrandur sýnir, að sögurnar um
fátækt foreldra Jóns og hokurbúskap
þeirra og ekkju Ara á Grýtu geta
ekki verið sannar.
Ari var ráðsmaður Hólabiskups á
húi Hólastóls í Miklagarði í Eyja-
firði. Á þeim hæ mun Jón Arason
vera fæddur, en ekki á Grýtu. Auk
þess var Ari umboðsmaður Hólastóls-
jarða í nær allri Suður-Þingeyjar-
sýslu. Ólafur biskup Rögnvaldsson
á Hólum kvittar Ara um ráðsmanns-
starfið í Miklagarði og umboðs-
mennskuna yfir jörðunt Hólastóls í
Þingeyjarsýslu 2. maí 1479, ineð lofi
fyrir dyggð og dugnað. Ekki hefur
verið neinn bokurbúskapur á Mikla-
Rarði, enda gistir biskupinn þar.
Guðbrandur beldur, að sögusögnin
tun eymdarbúskap móður Jóns Ara-
sonar í Grýtu sé sprottin af gaman-
vístt hans:
Ýtar buðu Grund við Grýtu,
Gnúpufell og Möðruvelli,
en ábótinn vill ekki láta
aðalból nema fylgi Hólar.
Hér mun ált við Hóla í Eyja-
firði.
Einhver befur falað Grýtu, sem er
1 túnfætinum á Munkaþverá, af ábót-
anum. Ábótinn vildi ekki selja og
setli því upp geipiverð. Kotið átti
að kosta jafnt og Grund, Gnúpufell,
Möðruvellir og Hólar í Eyjafirði,
allar til samans. Skopazt Jón Ara-
son að því, sem von var.
Lúterskir menn réðu af annarri
gamanvísu, að Jón Arason befði ekki
kunnað latínu. Hafði hann þó lært
bana bjá ábótanum á Munkaþverá:
Latina er list mæt,
lögsnar Böðvar.
í henni eg kann
ekki par, Böðvar.
Þætti mér þó rétt
þitt svar, Böðvar,
ef míns væri móðurlands
málfar, Böðvar.
Svo virðist, að þessi Böðvar ltafi
verið einliver „lögsnar“ lagasnápur,
sem var að sletta bjagaðri latínu.
Jón tók því ofan í við bann, sagðist
ekki skilja latínu bans, en mundi
skilja hann, ef liann talaði móðurmál
sitt. Þannig gerir bann lítið úr sjálf-
unt sér af liáði. Lúterstrúarmenn
urðu fegnir og töldu vísuna játningu
um að ltann kynni ekki latínu. Litlu
verður Vöggur feginn.
Jón Arason hefur fundið, að ltall-
aði undan fæti, þegar hann orti
snilldarvísuna:
Hnigna tekur heims magn,
hvar finnur vin sinn?
Fœr margur falsbjörg,
forsómar manndóm.
TryggSin er trylld sögfi,
trúan gerist veik nú,
drepinn held eg drengskap,
dyggS er rekin i óbyggS.
Honum fannst, að forn íslenzkur
drengskapur og forn íslenzk tryggð
væru að fjara út, að dyggð og trú
og manndómur væru gerð útlæg og
yrðu að leita í óbyggð til að svíkjast
ekki skyldu sinni.
Jón Sigurðsson sagði á prenti:
„Hann var síðasti fslendingurinn"