Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 12
164
VIÐ I’JOÐVEGINN
eimreiðin
Ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna, UNESCO,
en það er skammstöfun á heiti hennar (United Nations
Educational, Scientific & Cultural Organization),
hefur hinn 28. ágúst síðastl. gefið út ávarp til allraþjóða
út af styrjöldinni í Kóreu. En í því ávarpi segir meðal
annars, að UNESCO muni gera allt, sem í þess valdi
standi, til að hjálpa Kóreubúum á sviði uppeldis, vís-
inda, menningar- og heilbrigðismála. Á vegum þessarar
stofnunar hafa sendinefndir farið til Kóreu til hjálpar.
Því þjóð, sem hefur búið við hörmungar styrjaldar,
nær sér ekki aftur fyrir hernaðarhjálp eina saman,
heldur verður henni að berast hjálp til að líkna, fseða
og klæða hrjáða, hungraða og sjúka, hjálp til að byggja
á ný hrundar borgir og eyddar byggðir. Þetta er og
verður hlutverk Sameinuðu þjóðanna, ekki síður en
herverndin og hernaðarhjálpin, þegar eyðingaröflin
brjótast úr böndum til að tortíma og drepa.
UNESCO heldur uppi víðtækri fræðslu um störf
og hugsjónir Sameinuðu þjóðanna. Því það er fyrst og
fremst undir uppeldi þjóðanna komið, hvort tekst að
sýna í reyndinni, að allt mannkyn sé eitt bræðralag-
Mikilvægur þáttur í því uppeldisstarfi er útrýming
kynþáttahatursins í heiminum. Öfgakenningar þeirra
Hitlers og Rosenbergs um yfirburði aríanna áttu sinn
þátt í því, að hrinda af stað styrjöldinni síðari.
UNESCO hefur kallað saman nefnd frægra vísinda-
manna, þar á meðal líffræðinga, ættfræðinga, sál-
fræðinga, þjóðhagsfræðinga og mannfræðinga, til þess
að semja ítarlegt álit um eðliseinkunnir hinna ýmsu
kynkvísla jarðar. Álit þetta kom út 18. júlí síðastliðinn
hjá UNESCO-stofnuninni í París, og standa að því 22
færustu sérfræðingar í kynþáttafræðum.