Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 84
eimreiðin
Frásagnir Jóns Ausifjörðs.
ÍJón Austfjörð' Króksson, smiður á Akureyri, segir í eftirfarandi grein
frá ýinsum endurininninguni úr æsku sinni og sjóferðum, en hann var um
allmörg ár í siglinguiu. Jón er sonur Kráks Jónssonar (f. 11. sept. 1853 a
Vattarnesi í FáskrúiVsfirði), sein lézt í Vesturhcimi árið 1930. Ef til vill inun
síðar liirtast fleira úr endurminningum Jóns Auslfjörðs hér í Einir. Ritstj.]•
Ég er í heiminn borinn 27. ágúst 1876 að Dölum í Fáskrúðs-
firði. Bjó þar afi minn, Jón Guðmundsson, miklu búi, en sonur
bans, Krákur, faðir minn og móðir mín, Guðrún Eyjólfsdóttir,
sem ]iá voru nýgift, er ég fæddist, fluttu að Fögrueyri, er ég
var þriggja ára. En ekki var dvölin þar til langframa. 1 blóði
ættarinnar var rík útþrá. Faðir minn réðist í siglingar á norsku
seglskipi meðan ég var barn að aldri. Þegar ég var 5 ára, dó
móðir mín frá okkur þrem systkinum, og ólst ég upp við flæk-
ing og fátækt. Ég var elztur systkinanna, er tvístruðust þá sitt
í bverja áttina. Lenti ég hjá Bjarna föðurbróður mínum á
Fögrueyri við Eskifjörð og var þar 4 ár. Kvæntist þá faðir
minn aftur og var í liúsmennsku í Berunesi. Tók bann mig þa
til sín einn vetur, en um vorið lánaði hann mig fyrir smala að
Hólagerði. Þar var ég að vísu lijá frændfólki mínu, en leið þar
Iiraklega eigi að síður. Hungraður, rifinn og vanhirtur varð ég
að eltast við ærnar. Örbirgðin vær ærin, því að um vorið í
byrjun maí, er ég kom þangað, var heimilið bjargarlaust að
kalla, eða sá bluti þess, sem ég var á. Tvíbýli var þarna, og
varð mér belzt til hjálpar það, sem mótbýliskonan rétti inér.
En með fráfærunum bættist í búi, og um leið óx erfiðið. Það
myndi varla þykja fært tæpt 10 ára dreng og 12 ára stúlku nu
á dögum að sjá um 80 kvíaær dag og nótt. Rákum við þær ut
kl. 2—4 á nóttum, eftir veðri og ástæðum, og sátum þær til kl.
9 árdegis, er þær voru mjaltaðar. Síðan yfir daginn til kvöld-
mjalta. Þá voru þær í kvíunum fram á nóttina, sem áður segir.
Svefntími var því ekki langur, en dálítið gátum við sofið til
skiptis, þegar gott var veður.