Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 104
eimreiðin
Máiíur mannsandans
eftir dr. Alexander Cannon.
I. kafli.
Sagt til vegar.
Sé maðurinn á þróunarbraut og í andlegum vexti, er sjálfsagt
að veita öllum þeim rannsóknum, senx flýta þessum vexti, fyllstu
atliygli. Öll sú þekking, sem vér liöfum öðlazt til þessa, staðfestir
þá vissu, að náttúran sé sífellt að starfi og í hreyfingu. Ekkert
stendur í stað. Allt er á eilífri rás. Þessi sífellda hreyfing hefur
eðlilega í för með sér sífellda breytingu. Og hver breyting veldur
nýjum viðhorfum.
Á undanförnum árum liefur fjöldi fólks víðsvegar um lieiin
laðazt að rannsóknum á liuganum, af þeirri einföldu ástæðu, að
I ífsskilyrði kynkvíslanna liafa tekið svo skjótum breytingum, að
óumflýjanlegt liefur reynzt að gera sér grein fyrir getu liugans
bæði lijá einstaklingum og heildinni. Menn hafa veitt því eftir-
tekt, að ef ekki finnast ráð til að mæta erli og áreynslu lífsins,
eins og menning nútímans hefur gert það úr garði, þá er hætta
á, að nútíma-maðurinn verði yfirbugaður af umliverfi sínu,
gefist upp og gangi á vald liverjum þeim leiðtoga, sem reynist
liafa í fullu tré við kringumstæðurnar á liverjum tíma.
Þessir falsspámenn menningarinnar eru hættulegastir þeim,
sem iðka svokölluð andleg störf. Erfiðismennirnir, þeir, sein
sjá oss fyrir líkamlegum þörfum lífsins, bændur, fiskimenn
aðrir, sem heyja baráttu við náttúruöflin, hafa lítinn tíma til
að sökkva sér niður í flókin viðfangsefni um eðli og orkulindii
sálarlífsins og eiga þar af leiðandi ekki svo mjög á liættu að
lenda á villigötum í þeim efnum.
Sálfræðingarnir liafa ekki getað bætt úr hölsýni manna, þratt
fyrir fullyrðingar sínar um getu sálarfræðinnar til þess. Þeii
telja liana megna að létta mönnum iífið, reka kvíðann á fiótta