Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 66
218
ER ÖNNUR VERÖLD Á VARÐBERGI? EIMREIÐIN
þegar mest kyrrð var á. En einn farþeganna liafði séð Ijósið,
er það þaut framlijá. Og liann tók það fram, að það liefði verið
Ijós ólíkt öllum öðrum Ijósum, sem hann hefði séð.
Þessa sömu nótt, um kl. 2 f. h., sáu varðmenn á Macon-flug-
vellinum í Georgia langan, vængjalausan sívalning, með gríðar-
miklum eldloga aftur úr sér, þjóta um liáloftin yfir höfðum
þeirra. Hernaðaryfirvöldin sögðu, að þetta gæti ef til vill verið
ein af eldflaugunum, sem þá var verið að gera tilraunir nieð i
New-Mexico. En sú tilgáta skýrði með engu móti, livernig a
því gat staðið, að ferlíkið vék af braut sinni til að koma í veg
fyrir árekstur, því eldflaugar fara ekki út af línunni.
Fleiri svipuð bákn, sem ekki eru disklaga, liafa sézt í lofu
en þetta, án þess að tekizt hafi að skýra uppruna þeirra. Eitt
sást yfir Alabama-fylki, og var það elt af flugvélum árangurs-
laust, annað yfir Mississippi-fljóti á nýársdag 1948 og þriðja
yfir Hollandi nokkrum dögum áður en Chiles flugstjóri og félag-
ar lians sáu ferlíkið yfir Texas.
Þess hefur verið getið til, að þessi ókunnu loftför séu hern-
aðarleyndarmál einlivers stórveldis. Blaðamaður að nafni Henry
J. Taylor liefur í útvarpi frá Bandaríkjunum fullyrt, að hern-
aðaryfirvöldin þar séu að gera tilraunir með þessi nýju flugtæki,
sem halda eigi leyndum af hernaðarlegum ástæðum. Það er ekki
nema sjálfsagt að halda í þessa skýringu, á meðan stætt er, þ°
að hernaðaryfirvöldin hafi ekki viðurkennt neitt í þá átt, að
tilgátan sé rétt. En það er ýmislegt, sem mælir gegn henni,
verður vonandi í næsta hefti þessa tímarits tækifæri til að ræða
þá hlið málsins nánar. Að þessu sinni liefur aðeins verið skýrt
frá nokkrum vottfestum dæmum um þessi furðuverk í l°fU-
Þau eru öll erlend, en einnig liér á landi hafa þau verið athuguð,
þó að skýrslur þar um séu óljósar. Væri það vel, ef sjónarvottar
vildu senda Eimr. lýsingu á slíkum fyrirbærum, eins og þau hafa
komið þeim fyrir sjónir. En um málið mun að öllu forfalla-
lausu birtast önnur grein í næsta liefti, eins og áður er sagt.