Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 24
176
SAMVIZKUSEMl
eimreiðin
legasta stúlkan á Ósnuni, og ég var ungur. Ég liafði gaman af
því aS horfa á hana og tala við liana.
-—• Ég þarf að ná í Sigvalda, sagði ég. — Maðurinn úr Lónun-
um bíður og bíður. Það verður að afgreiða liann.
-— Það þýðir ekkert að reyna að ná í hann, sagði hún. —
Hann sefur, og sefur fast.
— Tók liann inn?
— Já, sagði hún. Hann var vitlaus, þegar hann kom í morgun,
af þreytu, alveg ærður. Ég reyndi að spekja liann, en hann
vildi ekkert annað en þetta. Dugði ekkert annað. Ég kom lionuin
í rúmið og svo — varð ég að gefa lionum það — sjáðu, — hann
var kominn í rúmið, máttlaus og valt út af.
— Af liverju léztu hann ekki afgreiða manninn fyrst?
•—■ Lét ég! Hvað lieldurðu að mér komi það við og livað
heldurðu að ég viti um það? Ég var alveg í vandræðum nieð
hann. Hann var svo máttlaus, að liann komst varla úr fötununi,
livað þá lieldur að hann gæti nokkuð meira, — ég meina, átt
við meðul eða svoleiðis. Það veit guð, að ég get ekki átt við
þetta lengur, — karlskrattinn er alveg orðinn ómögulegur!
— Já, hættu alveg við liann.
Hún leit á mig, undrandi.
— Hvað meinar þú, drengur? sagði liún. — Það vantaði nu
bara!
— Ég meina auðvitað, sagði ég, — að þú átt að fara inu
til hans, vekja hann og láta hann afgreiða meðulin lianda mann-
inum úr Lónunum. Gerðu það, Þóra. Ég skal segja þér það nieð
samii, að það er bezt fyrir Sigvalda lækni sjálfan.
Hún þurrkaði sér um hendurnar og liorfði á mig á meðan-
Sagði ekkert.
-—• Þú gerir það, sagði ég einbeittur. —• Þú ræður betur við
hann en ég. Og læknirinn verður að afhenda meðulin strax. Við
vitum það!
Svo fór hún inn til læknisins.
Eftir drykklanga stund fór mér að leiðast biðin, og ég f°r
fram í forstofuna. Hurðin var opin inn í stofu læknisins, og eg
lieyrði hann segja:
— Já, fjandinn sjálfur liafi það. Þetta er satt, strákskrattnin
getur farið með þetta í föður sinn, þennan siðavanda prest, og