Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 60
212
PERLAN
EIMREIÐIN
— Viljið’ þér kaupa steininn? sagði ég.
— Ég er fátækur maður, sagði gullsmiðurinn gamli — °e
get ekki keypt steininn, þótt ég vildi. En geymið steininn vel.
Síðan skildum við.
Missiri leið. Ég var staddur á Akureyri. Ég var lítilsháttar
peningaþurfi. Ég liataði lántökur. Mér liugkvæmdist þá að selja
perluna fundnu. Ég liitti gullsmið, ungan og álitlegan. — Vilji^
þér kaupa þenna stein? sagði ég. — Hann er fundinn í sjávar-
máli á vesturströnd Islands. Ungi gullsmiðurinn athugaði perl-
una nokkur augnablik.
— Hvað viljið þér fá fyrir hann?
— Þrjátíu króniir, sagði ég.
— Ég geng að því — og ég ætla að greypa hann í gullhring-
— Njótið lians vel. Síðan skildum við.
Seinna frétti ég, að þessi maður bæri fagran gullhring á
fingri, með fáséðum steini, ólíkum öðrum náttúrusteinum. En
livort gæfa eða ógæfa fylgir steininum, er mér alveg liulið. Ósk
mín er, að honum fylgi gæfa, því þá hef ég ekki til einskis
leitað og fundið perlu gæfunnar, til þess að selja meðbróður
hana gjafverði.
Jóh. Örn Jónsson.
Kvikmyndagagnrýni.
Eimreiðin efndi til samkeppni um gagnrýni á kvikmynd, sýndri á ein-
hverju kvikmyndahúsanna í landinu á þessu ári. Tilkynning um þetta birtist
á hls. 103 í 2. hefti Eimreiðarinnar ]). á., og áttu væntanlegir þátttakendur
að hafa sent greinir sínar uin þetta efni til Eimreiðarinnar fyrir 1. nóveniher
1950. Þátttaka í þessari samkeppni hefur reynzt lítil, enn sem komið er, þvl
aðeins 6 greinir hárust fyrir liinn tilskilda tíma, og reyndist engin þeirra
svo vel úr garði gerð, að talist gæti verðlaunahæf. Gagnrýnendurnir voru
allir of einliliða í dómum sínum og færðu ekki rök fyrir áliti sínu, svo að
fullnægjandi gæti talizt. Yerðlaunin falla því niður að þessu sinni. En herist
fleiri greinir um þessi efni til 1. janúar 1951, sent uppfylli selt skilyrði, og
teljist einhver þeirra verðlaunavcrð, niunu verðlaunin verða veitl og greinin
birtast í 1. hefti næsta árs.