Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 132
284
RADDIR
eimreiðin
lítilfjörlegu fjárframlagi af ukk-
ar hálfu, en algert skilningsleysi
ráöandi manna hér á landi haml-
aöi því, aö tækifærinu væri sinnt,
og nú er hætt við að annars slíks
veröi langt aö bíða. Þá réö í Ox-
ford sá maður, sem allt vildi fyr-
ir okkur gera, en hann liefur nú
látið af embætti. Og enda þótt Sir
William Craigie geti máske enn
ráðið því er hann vill, þá er hann
nú svo aldraður maður, að hæpið
er hve lengi við njótum hans við.
Þaö er ávallt varhugavert að láta
gullnu tækifærin ganga sér úr
greipum.
Þann varnagla vildi ég að lok-
um slá, að enda þótt ég hafi hér
að framan eindregið mælt með
Learner’s Dictionary (og enn
megi benda á, hve gagnleg hún
er þeim, er eitthvað skrifa á
ensku, t. d. verzlunarmenn, en
eru ekki leiknir í meðferð máls-
ins), þá er þó vitanlega eftir sem
áður rúm fyrir þær Oxford-orða-
bækur tvær, sem hér hafa að und-
anförnu verið mest notaðar, en
það eru Little Oxford Dictionary
og Concise Oxford Dictionary. Sú
fyrri er svo ódýr og handhæg, að
sá sem einu sinni hefur haft hana
til notkunar, þykist ekki án lienn-
ar geta verið, hversu margar aðr-
ar orðabækur sem hann hefur, en
hin svo „scholarly", að fyrir það
á hún ekki sinn jafnoka á meðal
orðabóka af sömu stærð. Báðar
hafa þær líka náð svo rótgrónum
vinsældum hér, að þar um verður
ekki þokað.
En seint verður nógsamlega
brýnt fyrir nemendum að nota
ensk-enska orðabók við námið.
Þegar Cyril Jackson varð kenn-
ari við skólann á Akureyri, mælt-
ist hann til þess af nemendum
sínum um haustið, að þeir notuðu
ensk-enska orðabók, í stað ensk-
íslenzkrar eða ensk-danskrar, eins
og tíðkast hafði. Að þessu fóru
sumir, en aðrir ekki. En um vorið
sagði hann, að enginn skyldi hafa
ætlað, að báðir flokkarnir hefðu
stundað námið saman. Það leyfði
hann mér að hafa eftir sér, og
síðari veturinn sem hann kenndi,
heimtaði hann skilyrðislaust, að
allir notuðu ensk-enska orðabók.
Sjálfsagt er þetta minnisstætt
einhverjum þeirra, er þá voru 1
skóla.
Sn. J-